Landaður afli nam tæplega 131 þúsund tonni í september 2025 sem er 34% meira en í september á síðasta ári. Botnfiskafli dróst saman um 14% á milli ára en uppsjávarafli jókst verulega og var rúmlega 98 þúsund tonn sem samsvarar um 65% aukningu.
Á ársgrundvelli tímabilsins október 2024 til september 2025 var landað samtals 1.039 þúsund tonnum sem er 4% meiri afli en á sama tímabili ári fyrr.