FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 17. OKTÓBER 2025

Heildarafli ársins 2024 var tæplega 994 þúsund tonn samkvæmt lokatölum sem er 28% minna en árið 2023. Landaður botnfiskafli var rúmlega 420 þúsund tonn og jókst um 4% á milli ára. Uppsjávarafli dróst saman um 42% og var um 549 þúsund tonn, munar þar mest um loðnubrest árið 2024.

Aflaverðmæti árið 2024 var rúmlega 171 milljarður króna og dróst saman um 13% miðað við fyrra ár. Aflaverðmæti botnfiska jókst um 2% á milli ára og var rétt undir 129 milljörðum króna. Verðmæti uppsjávarafla var rúmlega 29 milljarðar króna og dróst saman um 50% miðað við árið 2023.


Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 5281100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.