Árið 2018 var landaður afli íslenskra skipa tæplega 1.259 þúsund tonn, sem er 79 þúsund tonnum, eða tæplega 7% meira en árið 2017. Aflaverðmæti ársins var tæplega 128 milljarðar króna, sem er 15,6% aukning miðað við 2017.

Alls veiddust rúmlega 480 þúsund tonn af botnfiski sem er 51 þúsund tonnum meira en árið 2017. Aflaverðmæti botnfiskafla nam tæpum 91 milljarði króna árið 2018 og jókst um 17,9% frá fyrra ári. Þorskur er sem fyrr verðmætasta fisktegundin með aflaverðmæti upp á rúma 57 milljarða króna.

Í tonnum talið veiddist mest magn af uppsjávarfiski, en árið 2018 veiddust tæplega 739 þúsund tonn, eða 20,5 þúsund tonnum meira en árið 2017. Mest veiddist af kolmunna, eða tæp 300 þúsund tonn, á meðan samdráttur varð í veiðum á síld, loðnu og makríl. Aflaverðmæti uppsjávarafla jókst um 2,6% miðað við fyrra ár og var 24,4 milljarðar króna árið 2018.

Af flatfiski veiddust rúmlega 27 þúsund tonn árið 2018 sem er 23,6% aukning frá fyrra ári. Aflaverðmæti flatfiskafurða jókst um 35,6% miðað við árið 2017. Löndun á skelfisk og krabbadýrum var tæplega 12.500 tonn árið 2018 sem er magnaukning um 18,3% frá árinu áður. Verðmæti skel- og krabbaafla jókst um 7,2% miðað við 2017.

Heildarafli íslenskra fiskiskipa 1984–2018

Afli og aflaverðmæti helstu tegunda 2017-2018
Aflamagn, tonn Aflaverðmæti, milljónir króna
20172018MagnmismunurMism %20172018MismunurMism %
Samtals1.179.5261.258.55179.0256,7110.681127.93717.25615,6
Botnfiskur428.883480.22451.34112,076.97290.75513.78317,9
Þorskur252.934275.01722.0848,749.43757.4458.00816,2
Ýsa36.15948.45912.30134,07.95510.5892.63333,1
Ufsi49.36466.25016.88634,26.4287.9471.51923,6
Karfi58.51657.989-527-0,98.83710.2081.37215,5
Úthafskarfi2.0021.138-864-43,2333219-114-34,3
Flatfiskafli21.91527.0905.17523,67.49210.1622.67035,6
Grálúða11.93315.2103.27727,55.6377.4671.83032,5
Skarkoli6.6928.3231.63124,41.1021.80570263,7
Uppsjávarafli718.158738.73920.5812,923.77824.4056272,6
Síld46.31740.460-5.857-12,61.5931.362-231-14,5
Norsk-íslensk síld80.48183.4452.9643,72.8723.27940714,2
Loðna179.573178.128-1.445-0,83.5974.7301.13331,5
Loðnuhrogn17.2618.198-9.063-52,53.1131.161-1.951-62,7
Kolmunni228.935292.94964.01428,04.0786.3662.28856,1
Makríll165.591135.559-30.032-18,18.5257.507-1.019-11,9
Skel- og krabbaafli10.56812.4981.93018,32.4392.6151777,2
Humar1.194728-466-39,0834568-266-31,9
Rækja4.5664.473-93-2,01.2311.48925821,0
Annar afli000 -0000

Talnaefni