Fiskafli í maí var tæplega 102 þúsund tonn sem er 11% minni afli en í maí 2022. Botnfiskafli var rúmlega 38 þúsund tonn og dróst saman um 16%. Af botnfisktegundum var þorskaflinn rúmlega 21 þúsund tonn. Uppsjávarafli sem var nær eingöngu kolmunni nam ríflega 60 þúsund tonnum sem er 35% minna en í maí 2022.
Afli á 12 mánaða tímabilinu júní 2022 til maí 2023 var 1.346 þúsund tonn sem er 11% samdráttur á lönduðum afla frá fyrra 12 mánaða tímabili.
Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu.