Vinsamlegast athugið að þessari fréttatilkynningu var breytt 14. september 2018 12:00 frá upprunalegri útgáfu
Fiskafli íslenskra skipa í ágúst var tæp 105 þúsund tonn eða 13% minni en í ágúst 2017. Botnfiskafli var rúm 37 þúsund tonn eða um 2 þúsund tonnum minni en í ágúst 2017. Af botnfisktegundum veiddist mest af þorski eða tæp 18 þúsund tonn sem er 18% minna en í ágúst 2017. Uppsjávarafli nam tæpum 62 þúsund tonnum og dróst saman um 19%. Af uppsjávarartegundum veiddist mest af markríl eða rúm 54 þúsund tonn. Skel- og krabbadýraafli var 2.156 tonn samanborið við 1.274 tonn í ágúst 2017.
Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá september 2017 til ágúst 2018 var rúmlega 1.389 þúsund tonn sem er 13% aukning miðað við sama tímabil ári fyrr.
Verðmæti afla í ágúst metið á föstu verðlagi var 5% minna en í ágúst 2017.
Fiskafli | ||||||
Ágúst | September-ágúst | |||||
2017 | 2018 | % | 2016‒2017 | 2017‒2018 | % | |
Fiskafli á föstu verði | ||||||
Vísitala | 109 | 104 | -5 | • | • | • |
Fiskafli í tonnum | ||||||
Heildarafli | 120.001 | 104.566 | -13 | 1.120.393 | 1.269.483 | 13 |
Botnfiskafli | 39.325 | 37.210 | -5 | 419.056 | 476.917 | 14 |
Þorskur | 21.470 | 17.684 | -18 | 249.186 | 277.556 | 11 |
Ýsa | 3.077 | 4.459 | 45 | 35.495 | 43.585 | 23 |
Ufsi | 5.805 | 6.765 | 17 | 45.294 | 59.044 | 30 |
Karfi | 7.194 | 6.408 | -11 | 56.912 | 62.491 | 10 |
Annar botnfiskafli | 1.779 | 1.894 | 6 | 32.168 | 34.239 | 6 |
Flatfiskafli | 2.980 | 3.352 | 12 | 22.014 | 26.747 | 21 |
Uppsjávarafli | 76.423 | 61.849 | -19 | 669.729 | 753.514 | 13 |
Síld | 13.366 | 6.088 | -54 | 114.608 | 117.119 | 2 |
Loðna | 0 | 0 | - | 196.832 | 186.333 | -5 |
Kolmunni | 890 | 1.537 | 73 | 207.907 | 297.306 | 43 |
Makríll | 62.167 | 54.224 | -13 | 150.380 | 152.756 | 2 |
Annar uppsjávarfiskur | 0 | 0 | - | 2 | 0 | -98 |
Skel-og krabbadýraafli | 1.274 | 2.156 | 69 | 9.560 | 12.297 | 29 |
Annar afli | 0 | 0 | - | 35 | 9 | -73 |
Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis.