FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 13. MAÍ 2016

Fiskafli íslenskra skipa í apríl 2016 var rúmlega 104 þúsund tonn, sem er 39% meiri afli en í apríl í fyrra. Uppsjávarafli jókst um 60%, fór úr tæpum 36 þúsund tonnum í rúm 57 þúsund tonn. Botnfiskafli jókst um 17%, úr tæpum 37 þúsund tonnum í rúm 43 þúsund tonn. Á 12 mánaða tímabili hefur aflamagn hins vegar minnkað um nærri 164 þúsund tonn á milli ára, sem er mest megnis vegna minni uppsjávarafla. Aflinn í apríl metinn á föstu verði var 32,7% meiri en í apríl 2015.

Fiskafli            
  Apríl   Maí-apríl  
  2015 2016 % 2014-2015 2015-2016 %
Fiskafli á föstu verði            
Vísitala 66,8 88,7 32,7 ... ... ...
             
Fiskafli í tonnum            
Heildarafli 75.045 104.176 39 1.298.074 1.134.160 -13
Botnfiskafli 36.855 43.168 17 424.158 450.586 6
  Þorskur 15.471 19.993 29 238.398 253.789 6
  Ýsa 2.480 3.639 47 34.974 41.735 19
  Ufsi 5.523 3.912 -29 48.674 47.454 -3
  Karfi 6.617 7.396 12 55.957 61.866 11
  Annar botnfiskafli 6.764 8.228 22 46.155 45.743 -1
Flatfiskafli 1.205 1.764 46 17.600 25.664 46
Uppsjávarafli 35.752 57.189 60 846.079 645.838 -24
  Síld 0 2 - 154.866 112.349 -27
  Loðna 0 0 - 353.713 101.091 -71
  Kolmunni 35.719 55.985 57 166.781 262.919 58
  Makríll 33 1.202 3.516 170.663 169.447 -1
  Annar uppsjávarfiskur 0 0 - 57 32 -43
Skel-og krabbadýraafli 1.232 2.053 67 10.215 12.015 18
Annar afli 0 2 769 21 56 162

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.