FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 15. JANÚAR 2026

Landaður afli í desember 2025 var rúmlega 53 þúsund tonn sem er 13% minni afli en í desember árið á undan. Botnfiskafli dróst saman um 13% á milli ára, uppsjávarafli um 12% og flatfiskafli dróst saman um 30%.

Á árinu 2025 var landað samtals 1.032 þúsund tonnum sem er 4% meiri afli en á árinu 2024. Uppsjávarafli jókst um 8% miðað við árið 2024 á meðan flatfiskafli dróst saman um 17% og botnfiskafli um 1%.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 5281100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.