FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 15. MARS 2018

Fiskafli íslenskra skipa í febrúar var 84.724 tonn. Botnfiskafli var rúm 37 þúsund tonn, þar af nam þorskaflinn rúmum 24 þúsund tonnum. Ríflega 4 þúsund tonn veiddust af ufsa og tæp 4 þúsund tonn af ýsu. Afli uppsjávartegunda var 46,5 þúsund tonn í febrúar og skiptist í 36,5 þúsund tonn af loðnu og tæp 10 þúsund tonn af kolmunna.

Á 12 mánaða tímabili frá mars 2017 til febrúar 2018 hefur heildarafli aukist um tæp 276 þúsund tonn eða 28% samanborið við 12 mánaða tímabil ári fyrr.

Fiskafli
  Febrúar   Mars-febrúar  
  2017 2018 % 2016-2017 2017-2018 %
Fiskafli á föstu verði            
Vísitala 58 76 31      
             
Fiskafli í tonnum            
Heildarafli 85.690 84.724 -1 1.000.157 1.275.943 28
Botnfiskafli 19.815 37.497 89 401.652 475.941 18
  Þorskur 14.498 24.105 66 231.908 279.597 21
  Ýsa 2.147 3.988 86 33.390 41.389 24
  Ufsi 1.244 4.301 246 43.667 55.862 28
  Karfi 988 3.382 242 55.977 64.551 15
  Annar botnfiskafli 939 1.721 83 36.710 34.541 -6
Flatfiskafli 355 608 71 21.449 23.644 10
Uppsjávarafli 65.309 46.426 -29 565.339 765.904 35
  Síld 0 0 0 110.726 125.434 13
  Loðna 65.309 36.551 -44 144.144 236.158 64
  Kolmunni 0 9.875 0 139.950 238.802 71
  Makríll 0 0 0 170.514 165.510 -3
  Annar uppsjávarfiskur 0 0 0 5 0 -93
Skel-og krabbadýraafli 210 193 -8 11.631 10.419 -10
Annar afli 0 0 0 86 35 -60

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.