FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 17. ÁGÚST 2016

Fiskafli íslenskra skipa í júlí 2016 var tæplega 72 þúsund tonn, sem er 25% minni afli en í júlí 2015. Samdrátt í aflamagni má að mestu rekja til minni uppsjávarafla, en 40 þúsund tonn veiddust af uppsjávartegundum til samanburðar við tæp 65 þúsund tonn í júlí 2015. Botnfiskafli jókst um rúm þúsund tonn miðað við júlí í fyrra og var nú 28 þúsund tonn. 

Á 12 mánaða tímabili hefur heildarafli dregist saman um 290 þúsund tonn á milli ára, sem er 22% aflasamdráttur. Afli í júlí metinn á föstu verðlagi var 19,2 % minni en í júlí 2015.

Fiskafli
  Júlí   Ágúst-júlí  
  2015 2016 % 2014-2015 2015-2016 %
Fiskafli á föstu verði            
Vísitala         93,3             75,4     -19,2      
             
Fiskafli í tonnum            
Heildarafli 95.126 71.594 -25 1.330.842 1.041.403 -22
Botnfiskafli 26.444 28.058 6 426.305 455.528 7
  Þorskur 12.717 13.874 9 236.495 258.977 10
  Ýsa 2.484 2.070 -17 36.383 40.613 12
  Ufsi 5.138 5.575 8 51.117 48.629 -5
  Karfi 4.302 4.896 14 56.642 63.114 11
  Annar botnfiskafli 1.803 1.644 -9 45.668 44.195 -3
Flatfiskafli 2.721 2.321 -15 20.878 24.626 18
Uppsjávarafli 64.722 39.943 -38 873.991 548.696 -37
  Síld 2.990 3.594 20 151.899 112.769 -26
  Loðna 0 0 - 353.713 101.089 -71
  Kolmunni 3.395 31 -99 201.408 190.041 -6
  Makríll 58.337 36.318 -38 166.914 144.765 -13
  Annar uppsjávarfiskur 0 0 - 57 32 -43
Skel-og krabbadýraafli 1.218 1.238 2 9.602 12.476 30
Annar afli 21 34 64 66 78 17

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.