Fiskafli íslenskra skipa í júlí var 93.551 tonn eða 27% meiri en í júlí 2017. Botnfiskafli var rúm 34 þúsund tonn eða tæpum 5 þúsund tonnum meiri en í júlí 2017. Af botnfisktegundum veiddist mest af þorski eða tæp 20 þúsund tonn sem er 16% aukning samanborið við júlí 2017. Rúm 5.000 tonn veiddust af ufsa, 4.611 tonn af karfa og 3.555 tonn af ýsu. Uppsjávarafli nam tæpum 54 þúsund tonnum sem er 37% meiri afli en í júlí 2017. Kolmunni og makríll voru uppistaðan í uppsjávaraflanum en um 25 þúsund tonn veiddust af hvorri tegund. Skel- og krabbadýraafli nam 1.912 tonnum samanborið við 1.626 tonn í júlí 2017.
Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá ágúst 2017 til júlí 2018 var tæplega 1.286 þúsund tonn sem er 11% samdráttur miðað við sama tímabil ári fyrr.
Verðmæti afla í júlí metið á föstu verðlagi var 15% meira en í júlí 2017.
Fiskafli | ||||||
Júlí | Ágúst‒júlí | |||||
2017 | 2018 | % | 2016‒2017 | 2017‒2018 | % | |
Fiskafli á föstu verði | ||||||
Vísitala | 78 | 89 | 15 | • | • | • |
Fiskafli í tonnum | ||||||
Heildarafli | 73.532 | 93.551 | 27 | 1.444.163 | 1.285.930 | -11 |
Botnfiskafli | 29.708 | 34.463 | 16 | 412.985 | 479.963 | 16 |
Þorskur | 16.927 | 19.681 | 16 | 244.741 | 282.253 | 15 |
Ýsa | 2.336 | 3.555 | 52 | 35.589 | 42.204 | 19 |
Ufsi | 3.533 | 5.020 | 42 | 44.663 | 58.112 | 30 |
Karfi | 4.738 | 4.611 | -3 | 55.301 | 63.269 | 14 |
Annar botnfiskafli | 2.175 | 1.597 | -27 | 32.691 | 34.125 | 4 |
Flatfiskafli | 3.183 | 3.577 | 12 | 21.601 | 26.376 | 22 |
Uppsjávarafli | 39.001 | 53.599 | 37 | 675.947 | 768.167 | 14 |
Síld | 4.273 | 3.278 | -23 | 111.371 | 124.397 | 12 |
Loðna | 0 | 0 | - | 196.832 | 186.333 | -5 |
Kolmunni | 6.275 | 25.514 | 307 | 207.512 | 296.659 | 43 |
Makríll | 28.453 | 24.807 | -13 | 160.226 | 160.778 | 0 |
Annar uppsjávarfiskur | 0 | 0 | - | 6 | 0 | - |
Skel-og krabbadýraafli | 1.626 | 1.912 | 18 | 9.782 | 11.415 | 17 |
Annar afli | 14 | 0 | - | 46 | 9 | -80 |
Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.isDeila
Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.