Heildarafli íslenskra fiskiskipa var tæplega 73 þúsund tonn í júní 2015, sem er 16.400 tonnum meira en í júní 2014. Þorskafli stóð í stað, en löndun á öðrum botnfiski jókst um tæplega 2.900 tonn, eða 9% samanborið við júní 2014. Flatfiskafli jókst um 842 tonn, 40% og uppsjávarafli um tæp 13.000 tonn, 63%.
Metið á föstu verði jókst aflinn í júní 2015 um 14,3% miðað við júní 2014. Á síðustu 12 mánuðum hefur heildaraflamagn aukist um tæp 236 þúsund tonn, sem er 21,6% meira magn en á sama tímabili árið áður. Mest aukning varð í löndun á uppsjávarafla, sem var rúmum 266 þúsund tonnum meira á tímabilinu júlí 2014 - júní 2015 en á fyrra 12 mánaða tímabili.
Fiskafli | ||||||
Júní | Júlí - júní | |||||
2014 | 2015 | % | 2013-2014 | 2014-2015 | % | |
Fiskafli á föstu verði1 | ||||||
Vísitala | 63,6 | 72,7 | 14,3 | |||
Fiskafli í tonnum | ||||||
Heildarafli | 56.292 | 72.695 | 29,1 | 1.090.241 | 1.325.915 | 21,6 |
Botnfiskafli | 32.143 | 35.022 | 9,0 | 449.496 | 424.107 | -5,6 |
Þorskur | 17.294 | 17.289 | 0,0 | 242.039 | 236.197 | -2,4 |
Ýsa | 1.701 | 2.585 | 52,0 | 41.724 | 35.902 | -14,0 |
Ufsi | 3.747 | 4.424 | 18,1 | 54.099 | 50.289 | -7,0 |
Karfi | 3.888 | 4.415 | 13,6 | 62.619 | 56.075 | -10,5 |
Annar botnfiskafli | 5.513 | 6.309 | 14,4 | 49.015 | 45.644 | -6,9 |
Flatfiskafli | 2.110 | 2.952 | 39,9 | 23.282 | 19.339 | -16,9 |
Uppsjávarafli | 20.664 | 33.628 | 62,7 | 606.418 | 872.900 | 43,9 |
Síld | 512 | 298 | -41,8 | 164.381 | 153.611 | -6,6 |
Loðna | - | - | - | 111.367 | 353.713 | 217,6 |
Kolmunni | 11.806 | 28.257 | 139,3 | 176.635 | 198.053 | 12,1 |
Makríll | 8.346 | 5.073 | -39,2 | 154.023 | 167.466 | 8,7 |
Annar uppsjávarfiskur | - | - | - | 12 | 57 | 367,0 |
Skel-og krabbadýraafli | 1.375 | 1.056 | -23,2 | 11.012 | 9.508 | -13,7 |
Annar afli | - | 37 | - | 33 | 60 | 83,9 |
Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.isDeila
Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.