Heildarafli íslenskra skipa¹ í nýliðnum maímánuði, metinn á föstu verði, var 14,5% meiri en í maí 2005. Aflinn nam alls 178.587 tonnum samanborið við 141.446 tonn í maí í fyrra. Það sem af er árinu hefur aflinn dregist saman um 9,6% miðað við sama tímabil 2005, sé hann metinn á föstu verði. Afli fyrstu fimm mánuði ársins var 652.046 tonn en 1.011.563 tonn í fyrra.

Aukning varð í öllum helstu botnfisktegundum í maí 2006 miðað við sama mánuð í fyrra. Botnfiskaflinn var alls tæp 53.000 tonn og jókst um 9.900 tonn.

Uppsjávaraflinn nam 120.500 tonnum, þar af var kolmunni 114.800 tonn.

Fyrstu fimm mánuði ársins nam botnfiskaflinn 238.400 tonnum sem er rúmum 1.100 tonnum minna en í fyrra.

¹Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

Talnaefni