FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 15. JÚNÍ 2017

Fiskafli íslenskra skipa í maí var rúmlega 135 þúsund tonn sem er 27% meira en heildaraflinn í maí 2016. Í tonnum talið munar mestu um aukinn kolmunnaafla en af honum veiddust rúm 79 þúsund tonn samanborið við tæp 58 þúsund tonn í fyrra. Botnfiskafli jókst um 20% milli ára en rúm 51 þúsund tonn veiddust af botnfisktegundum samanborið við tæp 43 þúsund tonn í maí 2016. Tæp 28 þúsund tonn veiddust af þorski sem er 23% meira en í maí 2016.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá júní 2016 til maí 2017 er um 1,1 milljón tonn sem er um 1% minna en yfir 12 mánaða tímabili ári áður.

Verðmæti afla í maí metið á föstu verðlagi var 12% meira en í maí 2016.

Fiskafli
  Maí   Júní-maí  
  2016 2017 % 2015-2016 2016-2017 %
Fiskafli á föstu verði            
Vísitala         90,3           101,1     12,0      
             
Fiskafli í tonnum            
Heildarafli 106.184 135.031 27 1.096.018 1.107.384 1
Botnfiskafli 42.916 51.358 20 453.675 413.989 -9
  Þorskur 22.763 27.923 23 257.525 241.158 -6
  Ýsa 3.099 3.612 17 41.830 35.323 -16
  Ufsi 4.964 7.144 44 46.770 48.013 3
  Karfi 5.455 6.658 22 62.357 55.859 -10
  Annar botnfiskafli 6.637 6.021 -9 45.193 33.636 -26
Flatfiskafli 3.245 2.756 -15 25.100 20.434 -19
Uppsjávarafli 57.948 79.533 37 604.717 663.190 10
  Síld 22 3 -86 112.368 110.704 -1
  Loðna 0 0        -     101.089 196.832 95
  Kolmunni 57.703 79.369 38 221.660 185.875 -16
  Makríll 223 164 -26 169.568 169.774 0
  Annar uppsjávarfiskur 0 3        -     32 5 -83
Skel-og krabbadýraafli 2.057 1.381 -33 12.453 9.703 -22
Annar afli 17 0        -     72 67 -7

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.