Heildarafli íslenskra skipa¹  í nýliðnum marsmánuði metinn, á föstu verði var, 11,4% minni en í mars 2005. Aflinn nam alls 132.096 tonnum samanborið við 214.669 tonn í mars í fyrra. Það sem af er árinu hefur aflinn dregist saman um 15,2% miðað við sama tímabil 2005, sé hann metinn á föstu verði. Afli fyrstu þrjá mánuði ársins var 387.626 tonn en 752.505 tonn í fyrra.

Botnfiskaflinn var tæp 60.500 tonn samanborið við 61.300 tonn í mars 2005. Þar af var þorskaflinn 27.100 tonn og hafði dregist saman um rúm 1.300 tonn. Ýsuaflinn jókst um tæp 1.000 tonn, var 13.000 tonn í ár og ufsaaflinn var 6.400 tonn sem er tæplega 1.000 tonnum meiri afli en í mars í fyrra. Það sem af er árinu nemur afli botnfisks 140.200 tonnum sem er tæplega 4.900 tonnum minni afli en 2005.

Kolmunnaveiði hófst snemma í ár og í marsmánuði bárust 51.000 tonn á land. Loðnuveiðum er lokið á þessu fiskveiðiári en í mars lönduðu skipin rúmum 16.300 tonnum samanborið við 145.700 tonn í fyrra. Fyrstu þrjá mánuði ársins í fyrra höfðu borist á land 594.900 tonn af loðnu en í ár er útkoman 184.200 tonn.

¹ Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

Talnaefni