Fiskafli íslenskra skipa í mars 2016 voru tæp 132 þúsund tonn, sem er 31% minni afli en í mars í fyrra. Botnfiskafli dróst saman um 8%, úr 53,9 þúsund tonnum í 49,3 þúsund tonn. Uppsjávarafli minnkaði úr tæpum 136 þúsund tonnum í rúm 79 þúsund tonn, sem er 42% aflasamdráttur.  Á 12 mánaða tímabili hefur aflamagn minnkað um 109 þúsund tonn á milli ára, sem er mest megnis vegna minni uppsjávarafla. Aflinn í mars metinn á föstu verði var 12,6% minni en í mars 2015.

 

Fiskafli            
  Mars   Apríl-mars  
  2015 2016 % 2014-2015 2015-2016 %
Fiskafli á föstu verði            
Vísitala 122,7 107,3 -12,6 .. .. ..
             
Fiskafli í tonnum            
Heildarafli 191.863 131.705 -31 1.326.547 1.296.452 -17
Botnfiskafli 53.953 49.395 -8 427.741 497.893 4
  Þorskur 33.683 28.448 -16 242.379 282.935 3
  Ýsa 4.673 3.799 -19 35.269 45.240 15
  Ufsi 3.966 5.065 28 47.243 53.026 4
  Karfi 6.515 7.830 20 56.612 67.307 7
  Annar botnfiskafli 5.116 4.253 -17 46.237 49.386 -4
Flatfiskafli 1.591 2.073 30 18.446 26.585 35
Uppsjávarafli 135.775 79.420 -42 869.611 760.183 -28
  Síld 7 1 -86 154.866 112.360 -27
  Loðna 128.429 78.835 -39 353.713 229.520 -71
  Kolmunni 7.339 584 -92 190.336 249.992 27
  Makríll 0 0 0 170.631 168.279 -1
  Annar uppsjávarfiskur 0 0 0 65 32 -51
Skel-og krabbadýraafli 543 817 50 10.728 11.737 4
Annar afli 0 0 0 21 54 156

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

Talnaefni