FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 13. APRÍL 2022

Heildarafli í mars 2022 var rúm 145 þúsund tonn samkvæmt bráðabirgðatölum sem er 41 þúsund tonni meiri afli en í mars á síðasta ári. Þar af nam loðnuaflinn rúmum 95 þúsund tonnum sem er um 50 þúsund tonnum meiri afli en í mars 2021.

Botnfiskafli nam 48 þúsund tonnum og dróst saman um 13,1% á milli ára. Af botnfisktegundum nam þorskaflinn tæpum 30 þúsund tonnum samanborið við 33 þúsund tonn í mars 2021.

Á tólf mánaða tímabili frá apríl 2021 til mars 2022 var heildaraflinn tæp 1,5 milljón tonn sem er 37% meira magn en var landað á sama tímabili ári áður. Þar af var uppsjávarafli rúm milljón tonn og botnfiskafli 449 þúsund tonn.

Afli á föstu verðlagi er ekki metinn fyrir marsmánuð þar sem ekki liggur fyrir hlutfall hrogna af loðnuafla í mars.

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.