Fiskafli íslenskra skipa í mars var rúmlega 201 þúsund tonn sem er 53% meira en heildaraflinn í mars 2016. Í tonnum talið munar mestu um aukinn uppsjávarafla en tæplega 132 þúsund tonn af loðnu veiddust í mars samanborið við 79 þúsund tonn í mars 2016.  Alls veiddust tæp 57 þúsund tonn af botnfiskafla sem er 14% aukning miðað við mars 2016. Þorskaflinn nam rúmum 34 þúsund tonnum sem er 21% meiri afli en í sama mánuði ári fyrr.

Á 12 mánaða tímabili frá apríl 2016 til mars 2017 hefur heildarafli dregist saman um 35 þúsund tonn eða 3% samanborið við 12 mánaða tímabil ári fyrr.

Afli í mars metinn á föstu verðlagi var 29,4% meiri en í mars 2016.

Fiskafli
  Mars   Apríl-mars  
  2016 2017 % 2015-2016 2016-2017 %
Fiskafli á föstu verði            
Vísitala       105,7           136,8     29,4      
             
Fiskafli í tonnum            
Heildarafli 131.690 201.231 53 1.105.024 1.069.688 -3
Botnfiskafli 49.380 56.535 14 444.273 408.797 -8
  Þorskur 28.432 34.455 21 249.265 237.921 -5
  Ýsa 3.798 4.902 29 40.574 34.495 -15
  Ufsi 5.065 5.178 2 49.065 43.780 -11
  Karfi 7.830 7.046 -10 61.088 55.193 -10
  Annar botnfiskafli 4.255 4.954 16 44.280 37.407 -16
Flatfiskafli 2.073 1.949 -6 25.103 21.325 -15
Uppsjávarafli 79.420 141.947 79 624.400 627.866 1
  Síld 1              -            -     112.347 110.725 -1
  Loðna 78.835 131.523 67 101.089 196.832 95
  Kolmunni 584              -            -     242.653 139.366 -43
  Makríll              -     10.424        -     168.279 180.938 8
  Annar uppsjávarfiskur              -                  -            -     32 5 -83
Skel-og krabbadýraafli 817 800 -2 11.193 11.614 4
Annar afli              -                  -            -     54 86 58

 

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

Talnaefni