Fiskafli íslenskra skipa í nóvember var rúm 77 þúsund tonn sem er 18% minni afli en í nóvember 2015. Botnfiskaflinn nam tæpum 40 þúsund tonnum og stóð nokkurn veginn í stað samanborið við nóvember 2015. Uppistaðan í botnfiskaflanum var að venju þorskur en af honum veiddust tæp 27 þúsund sem er 10% aukning samanborið við sama mánuð ári fyrr. Töluverður samdráttur var hins vegar í öðrum botnfisktegundum. Uppsjávarafli var tæp 36 þúsund tonn í nóvember, þar af veiddust tæp 32 þúsund tonn af síld. Afli uppsjávartegunda var 32% minni en í nóvember 2015, síldaraflinn dróst saman um 13% og afli kolmunna um 75%.
Á 12 mánaða tímabili frá desember 2015 til nóvember 2016 hefur heildarafli dregist saman um 255 þúsund tonn eða 19% samanborið við 12 mánaða tímabil ári fyrr. Á tímabilinu hefur þorskafli aukist um 12% og botnfiskafli í heild um 6%. Samdráttur í heildarafla skýrist að mestu af minni loðnuafla.
Afli í október metinn á föstu verðlagi var 6,1% minni en í nóvember 2015.
Fiskafli | ||||||
Nóvember | Desember-nóvember | |||||
2015 | 2016 | % | 2014-2015 | 2015-2016 | % | |
Fiskafli á föstu verði | ||||||
Vísitala | 89,5 | 84,0 | -6,1 | |||
Fiskafli í tonnum | ||||||
Heildarafli | 94.749 | 77.319 | -18 | 1.315.091 | 1.059.771 | -19 |
Botnfiskafli | 40.116 | 39.543 | -1 | 433.533 | 461.127 | 6 |
Þorskur | 24.192 | 26.716 | 10 | 239.869 | 268.213 | 12 |
Ýsa | 3.817 | 3.189 | -16 | 39.916 | 39.583 | -1 |
Ufsi | 3.327 | 2.757 | -17 | 48.776 | 49.083 | 1 |
Karfi | 5.608 | 5.060 | -10 | 59.095 | 62.910 | 6 |
Annar botnfiskafli | 3.171 | 1.822 | -43 | 45.877 | 41.338 | -10 |
Flatfiskafli | 1.697 | 1.526 | -10 | 22.884 | 24.499 | 7 |
Uppsjávarafli | 52.307 | 35.706 | -32 | 848.637 | 561.240 | -34 |
Síld | 36.530 | 31.792 | -13 | 110.657 | 112.786 | 2 |
Loðna | 0 | 0 | - | 352.866 | 101.089 | -71 |
Kolmunni | 15.740 | 3.914 | -75 | 216.790 | 176.846 | -18 |
Makríll | 37 | 0 | -100 | 168.279 | 170.514 | 1 |
Annar uppsjávarfiskur | 0 | 0 | -100 | 45 | 5 | -88 |
Skel-og krabbadýraafli | 629 | 543 | -14 | 9.983 | 12.818 | 28 |
Annar afli | 0 | 0 | - | 54 | 86 | 58 |
Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.