Afli á föstu verði
Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum októbermánuði, metinn á föstu verði, var 3,2% minni en í október 2008. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 5,9% miðað við sama tímabil 2008, sé hann metinn á föstu verði.
Afli í tonnum
Aflinn í október 2009 var 66.921 tonn samanborið við 93.959 tonn í sama mánuði árið áður.
Botnfiskafli dróst saman um rúm 1.000 tonn frá október 2008 og nam rúmum 39.000 tonnum. Þar af var þorskaflinn tæp 16.000 tonn, sem er um 5.000 tonnum meira en árið áður. Ýsuaflinn nam rúmum 6.000 tonnum sem er um 1.100 tonnum minni afli en í október 2008. Ufsaaflinn stóð nokkurn veginn í stað á milli ára og nam tæpum 6.000 tonnum og tæp 6.000 tonn veiddust einnig af karfa, sem er um tæplega 5.000 tonnum minni afli en í október 2008.
Afli uppsjávartegunda nam tæpum 26.000 tonnum sem er um helmingi minni afli en í október 2008. Skýrist sú breyting nær alfarið af minni síldarafla, en 81 tonn veiddist af kolmunna samanborið við 433 tonn árið áður.
Flatfiskaflinn var 1398 tonn í október 2009 og jókst um 59 tonn frá fyrra ári. Skel- og krabbadýraafli nam 543 tonnum samanborið við um 749 tonna afla í október 2008.
Munur á afla á föstu verði og í tonnum.
Afli á föstu verði er reiknaður út til þess að finna breytingu á verðmæti heildaraflans að gefinni þeirri forsendu að verðhlutföll milli einstakra fisktegunda séu þau sömu og á ákveðnu viðmiðunarári sem hér er árið 2007. Hér er því um að ræða hliðstæðu við umreikning á afla yfir í þorskígildi. Aflinn í tonnum sýnir hins vegar magn aflans án tillits til þess að fisktegundir eru misjafnlega verðmætar.
Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.
Talnaefni