Heildarafli íslenskra fiskiskipa var rúmlega 97 þúsund tonn í október 2014, 10,8% meiri en í sama mánuði árið áður. Á 12 mánaða tímabili var heildaraflinn u.þ.b. 1.073 þúsund tonn og minnkaði um 21,6% miðað við fyrra 12 mánaða tímabil. Magnvísitala á föstu verðlagi er um 3,8% lægri miðað við október í fyrra, en á 12 mánaða tímabilinu nóvember 2013 til október 2014 hefur orðið lækkun á magnvísitölunni um 9,6% miðað við sama tímabil ári fyrr.
Fiskafli | ||||||
Október | Nóvember - október | |||||
2013 | 2014 | % | 2012-2013 | 2013-2014 | % | |
Fiskafli á föstu verði1 | ||||||
Vísitala | 100,4 | 96,6 | -3,8 | 92,1 | 83,3 | -9,6 |
Fiskafli í tonnum2 | ||||||
Heildarafli | 87.894 | 97.358 | 10,8 | 1.367.941 | 1.072.639 | -21,6 |
Botnfiskafli | 44.658 | 41.356 | -7,4 | 448.359 | 431.561 | -3,7 |
Þorskur | 23.592 | 24.253 | 2,8 | 228.683 | 243.034 | 6,3 |
Ýsa | 4.713 | 3.474 | -26,3 | 44.224 | 39.087 | -11,6 |
Ufsi | 6.758 | 4.673 | -30,9 | 58.529 | 45.215 | -22,7 |
Karfi | 6.077 | 5.360 | -11,8 | 59.980 | 57.551 | -4,0 |
Annar botnfiskafli | 3.517 | 3.597 | 2,3 | 56.943 | 46.674 | -18,0 |
Flatfiskafli | 2.309 | 1.751 | -24,2 | 25.376 | 20.151 | -20,6 |
Uppsjávarafli | 39.634 | 53.349 | 34,6 | 879.789 | 609.938 | -30,7 |
Síld | 35.575 | 50.137 | 40,9 | 157.787 | 154.686 | -2,0 |
Loðna | – | – | – | 463.279 | 111.367 | -76,0 |
Kolmunni | 706 | 774 | 9,6 | 104.389 | 174.155 | 66,8 |
Makríll | 3.353 | 2.438 | -27,3 | 154.320 | 169.678 | 10,0 |
Annar uppsjávarfiskur | 0 | 0 | -56,5 | 14 | 51 | 257,8 |
Skel-og krabbadýraafli | 1.293 | 897 | -30,6 | 14.349 | 10.969 | -23,6 |
Annar afli | – | 5 | 100 | 68 | 21 | -69,2 |
¹Afli á föstu verði er reiknaður út til þess að finna breytingu á verðmæti heildaraflans að gefinni þeirri forsendu að verðhlutföll milli einstakra fisktegunda séu þau sömu og á ákveðnu viðmiðunartímabili sem hér er fiskveiðiárið 2013-2014.
2 Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.
Talnaefni
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.isDeila
Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.