Heildarafli íslenskra fiskiskipa var rúm 72 þúsund tonn í október og dróst saman um 25,6% samanborið við október 2014. Aflinn metinn á föstu verði var hins vegar ekki nema 10,8% minni en í október 2014 og liggur skýringin í miklum samdrætti á uppsjávarafla á meðan botnfiskaflinn var svipaður á milli ára.
Samdráttur í uppsjávarafla skýrist af mun minni síldarafla en alls veiddust tæp 22.400 tonn af síld í október samanborið við rúm 49.700 tonn í október 2014. Afli uppsjávartegunda nam í heild tæpum 27.800 tonnum í október samanborið við 52.900 tonn í október 2014. Botnfiskaflinn í október nam rúmum 41.100 tonnum og stóð svo að segja í stað miðað við október 2014. Flatfiskaflinn nam tæpum 2.500 tonnum samanborið við 1.750 tonn í október 2014. Afli skel- og krabbadýra dróst lítillega saman, nam 742 tonnum samanborið við 893 tonn í október í fyrra.
Á síðustu 12 mánuðum nam heildarafli um 1.310 þúsund tonnum sem er aukning um 21,6% miðað við sama tímabil ári fyrr. Aukningin í aflamagni skýrist að mestu af stórauknum loðnuafla.
Fiskafli | ||||||
Október | nóvember-október | |||||
2014 | 2015 | % | 2013-2014 | 2014-2015 | % | |
Fiskafli á föstu verði1 | ||||||
Vísitala | 96,4 | 86,0 | -10,8 | |||
Fiskafli í tonnum | ||||||
Heildarafli | 96.969 | 72.097 | -25,6 | 1.076.839 | 1.309.241 | 21,6 |
Botnfiskafli | 41.380 | 41.112 | -0,6 | 433.973 | 434.189 | 0,0 |
Þorskur | 24.273 | 24.528 | 1,0 | 243.816 | 240.143 | -1,5 |
Ýsa | 3.473 | 4.008 | 15,4 | 39.115 | 39.349 | 0,6 |
Ufsi | 4.673 | 3.295 | -29,5 | 45.847 | 49.870 | 8,8 |
Karfi | 5.364 | 6.675 | 24,4 | 58.458 | 59.152 | 1,2 |
Annar botnfiskafli | 3.597 | 2.606 | -27,5 | 46.737 | 45.674 | -2,3 |
Flatfiskafli | 1.749 | 2.492 | 42,5 | 20.341 | 22.562 | 10,9 |
Uppsjávarafli | 52.943 | 27.751 | -47,6 | 611.534 | 842.423 | 37,8 |
Síld | 49.731 | 22.378 | -55,0 | 154.309 | 119.103 | -22,8 |
Loðna | – | – | 111.367 | 353.713 | 217,6 | |
Kolmunni | 774 | 2.336 | 201,8 | 175.175 | 201.320 | 14,9 |
Makríll | 2.437 | 3.037 | 24,6 | 170.631 | 168.242 | -1,4 |
Annar uppsjávarfiskur | 0 | 0 | – | 52 | 45 | -13,6 |
Skel-og krabbadýraafli | 893 | 742 | -16,9 | 10.970 | 10.012 | -8,7 |
Annar afli | 5 | – | – | 21 | 54 | 156,1 |
Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.