FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 16. OKTÓBER 2018

Fiskafli íslenskra skipa í september var 108.011 tonn eða 14% minni en í september 2017 sem skýrist aðallega af minni uppsjávarafla. Botnfiskafli var rúm 35 þúsund tonn eða 7% meiri en í september 2017. Þorskafli var tæpt 21 þúsund tonn sem er 3% minna en í sama mánuði í fyrra. Uppsjávarafli var rúm 69 þúsund tonn og dróst saman um 23%. Af uppsjávartegundum veiddist mest af makríl eða rúm 54 þúsund tonn.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá október 2017 til september 2018 var rúmlega 1.253 þúsund tonn sem er 11% aukning miðað við sama tímabil ári fyrr.

Verðmæti afla í september metið á föstu verðlagi var það sama og í september 2017.

Fiskafli
  September Október-september
  2017 2018 % 2016‒2017 2017‒2018 %
Fiskafli á föstu verði            
Vísitala 100 100 0 . . .
             
Fiskafli í tonnum            
Heildarafli 125.620 108.011 -14 1.132.848 1.253.379 11
Botnfiskafli 32.954 35.395 7 416.270 480.867 16
  Þorskur 21.241 20.562 -3 248.270 278.415 12
  Ýsa 3.045 3.643 20 35.323 44.155 25
  Ufsi 2.621 4.759 82 44.710 61.182 37
  Karfi 4.896 4.695 -4 56.604 62.290 10
  Annar botnfiskafli 1.151 1.736 51 31.364 34.824 11
Flatfiskafli 1.925 1.895 -2 21.759 26.716 23
Uppsjávarafli 89.542 69.273 -23 685.121 733.240 7
  Síld 18.248 13.424 -26 113.222 112.295 -1
  Loðna 0 0 - 196.832 186.333 -5
  Kolmunni 1.397 1.481 6 208.012 297.386 43
  Makríll 69.897 54.367 -22 167.055 137.226 -18
  Annar uppsjávarfiskur 0 0 -6 0 0 -
Skel-og krabbadýraafli 1.199 1.449 21 9.663 12.547 30
Annar afli 0 0 - 35 9 -73

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.