Heildarafli í september 2022 var 121.091 tonn sem er 13,1% aukning frá september á síðasta ári. Botnfiskafli var rúmlega 36 þúsund tonn sem er 14% aukning frá fyrra ári. Af botnfisktegundum var þorskaflinn um 20 þúsund tonn. Af uppsjávartegundum veiddust 82 þúsund tonn samanborið við tæp 73 þúsund tonn í september 2021.
Á tólf mánaða tímabili, frá október 2021 til september 2022, var landaður afli rúmlega 1,5 milljónir tonna sem er rúmlega 45% aukning frá fyrra fiskveiðiári. Þar af var uppsjávarafli rúmlega ein milljón tonna og botnfiskafli rúm 437 þúsund tonn.
Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.