FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 06. ÁGÚST 2020

Heildarafli íslenskra skipa árið 2019 var 1.047.568 tonn sem er um 17% minni afli en landað var árið 2018. Samdráttur í aflamagni skýrist að mestu af minni uppsjávarafla. Aflaverðmæti fyrstu sölu jókst hins vegar um 13,4% á milli ára og nam 145 milljörðum króna árið 2019.

Alls veiddust rúmlega 480 þúsund tonn af botnfiski sem er álíka mikið og árið 2018. Aflaverðmæti botnfiskaflans var 112,3 milljarðar króna sem er 24% aukning frá árinu 2018. Mest veiddist af þorski árið 2019 og var hann sem fyrr verðmætasta tegundin. Þorskaflinn nam tæplega 273 þúsund tonnum og nam aflaverðmæti fyrstu sölu tæpum 70 milljörðum króna.

Afli uppsjávartegunda var ríflega 534 þúsund tonn árið 2019 sem er 27,7% minni afli en árið 2018. Munar þar mest um að loðnu var ekki landað á árinu sem hefur ekki gerst síðan skráðar loðnuveiðar hófust árið 1962. Loðnuaflinn var 178 þúsund tonn árið 2018 og nam aflaverðmætið ríflega 4,7 milljörðum. Af uppsjávarafla veiddist mest af kolmunna, rúm 268 þúsund tonn. Aflaverðmæti uppsjávaraflans samanstóð af makríl, að verðmæti tæplega 8,5 milljarðar króna, kolmunna 7,2 milljarðar og síld 5,9 milljarðar.

Af flatfiski veiddust rúmlega 22 þúsund tonn árið 2019 sem er 18,1% minna en á fyrra ári. Aflaverðmæti flatfiskafurða nam 9,3 milljörðum sem er 8,3% lægra en árið 2018. Löndun á skelfisk og krabbadýrum var rúmlega 10 þúsund tonn samanborið við 12,5 þúsund tonn árið 2018. Verðmæti skel- og krabbadýra nam tæplega 1,9 milljörðum sem er 28,5% minna en árið 2018.

Afli og aflaverðmæti helstu tegunda 2018-2019
    Aflaverðmæti
2018 2019 Mism %
2018-19
2018 2019 Mism %
2018-19
Tonn Milljónir króna
Heildarafli 1.258.551 1.047.568-16,8 127.937 145.076 13
         
Botnfiskar samtals 480.223 480.9560,2 90.755 112.310 24
Þorskur 275.017 272.989-0,7 57.445 69.950 22
Ýsa 48.459 57.74719,2 10.589 14.429 36
Ufsi 66.250 64.681-2,4 7.947 10.430 31
Karfi 57.989 53.380-7,9 10.208 12.110 19
Flatfiskaflisamtals 27.089 22.188-18,1 10.162 9.318 -8
Grálúða 15.210 12.044-20,8 7.467 6.511 -13
Skarkoli 8.323 6.828-18,0 1.805 1.890 5
Uppsjávarfiskar samtals 738.741 534.373-27,7 24.405 21.578 -12
Síld 40.460 30.041-25,8 1.362 1.171 -14
Norsk-íslensk síld 83.445 107.88929,3 3.279 4.735 44
Loðna 178.128 0 - 4.730 0 -
Loðnuhrogn 8.198 0 - 1.161 0 -
Kolmunni 292.949 268.357-8,4 6.366 7.181 13
Makríll 135.559 128.084-5,5 7.507 8.491 13
Skel- og krabbaafli samtals 12.498 10.051-19,6 2.615 1.870 -28
Humar 728 259-64,4 568 267 -53
Rækja 4.473 2.920-34,7 1.489 1.053 -29
         
Annar afli00 -00-

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.