FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 31. MARS 2025

Heildarframleiðsla fiskeldisafurða var tæp 54,8 þúsund tonn á árinu 2024 sem er 10% aukning frá árinu 2023. Langmest var framleitt af laxi eða tæplega 49,3 þúsund tonn. Magn bleikju var 4,8 þúsund tonn og dróst saman um 9% en aðrar tegundir voru undir 1000 tonn.

Útflutningsverðmæti allra fiskeldistegunda jókst um 17% á milli ára og var 53,8 milljarðar króna árið 2024, þar af voru laxaafurðir um 47,7 milljarðar.

Gögn um fiskeldisframleiðslu í Evrópu ná til ársloka 2023 og sýna að Noregur var langstærsti framleiðandi á laxi með rúm 1,5 milljón tonna, tíu sinnum meira en næsta þjóð, Skotland (Bretland). Færeyjar og Ísland komu þar á eftir. Ísland framleiðir mest af bleikju, 5.248 tonn. Eldi regnbogasilungs er orðið lítið á Íslandi en Ítalía, Frakkland, Spánn, Danmörk og Finnland hafa verið með stöðuga framleiðslu á regnbogasilungi síðustu ár.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.