Út er komið hefti í efnisflokknum Sjávarútvegur þar sem birtar eru upplýsingar um fiskiskipastólinn í árslok 2005. Fiskiskip voru samtals 1.752 talsins, 72 færri en árið á undan. Vélskip voru 862, togarar voru 65 talsins og opnir fiskibátar 825. Skipum fækkaði í öllum flokkum milli áranna 2004 og 2005. Þilfarsskipastóllinn hefur ekki verið minni að stærð og vélarafli síðan árið 2000. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp að birta vátryggingaverðmæti virka fiskiskipaflotans við árslok 2004.

Fiskiskipastóllinn í árslok 2005 - Hagtíðindi

Talnaefni