Út er komið hefti í efnisflokknum Sjávarútvegur þar sem birtar eru upplýsingar um fiskiskipastólinn í árslok 2006. Fiskiskip voru samtals 1.692 talsins, 60 færri en árið á undan. Vélskip voru 852, togarar voru 63 talsins og opnir fiskibátar 777. Skipum fækkaði í öllum flokkum milli áranna 2005 og 2006. Þilfarsskipastóllinn hefur ekki verið minni að stærð og fjölda síðan árið 2000.
Fiskiskipastóllinn í árslok 2006 - Hagtíðindi
Talnaefni
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.isDeila
Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.