Í lok árs 2009 voru 1.582 fiskiskip á skrá hjá Siglingastofnun og hafði þeim fjölgað um 53 frá árinu áður. Fjöldi vélskipa var alls 768 og samanlögð stærð þeirra 86.769 brúttótonn. Vélskipum fækkaði um 1 skip á milli ára en flotinn stækkaði um 379 brúttótonn. Togarar voru alls 58 og fækkaði um 2 frá árinu á undan. Heildarstærð togaraflotans var 67.870 brúttótonn og hafði minnkað um 2.019 brúttótonn frá árinu 2008. Opnir fiskibátar voru 756 talsins og 3.614 brúttótonn að stærð. Opnum fiskibátum fjölgaði um 56 milli ára og heildarstærð þeirra jókst um 266 brúttótonn.
Fiskiskipastóllinn í árslok 2009 - Hagtíðindi
Talnaefni