FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 20. MAÍ 2008

Út er komið hefti í efnisflokknum Sjávarútvegur þar sem birtar eru niðurstöður athugana Hagstofunnar um fiskveiðar og fiskvinnslu fyrir árið 2005-2006. Þar kemur m.a. fram að afkoma botnfiskveiða og -vinnslu batnaði frá árinu 2005 til ársins 2006. Hreinn hagnaður botnfiskveiða, reiknaður samkvæmt árgreiðsluaðferð, hækkaði úr 9½% af tekjum í 18½% en hagnaður botnfiskvinnslu hækkaði úr 3½% af tekjum í 9½%.

Afkoma botnfiskveiða og -vinnslu í heild breyttist lítið á milli áranna 2004 og 2005. Hreinn hagnaður botnfiskveiða, reiknaður samkvæmt árgreiðsluaðferð, hækkaði úr 7½% af tekjum í 9½% en hagnaður botnfiskvinnslu lækkaði úr 4½% af tekjum í 3½%.

Niðurstöður efnahagsreiknings sýna að heildareignir sjávarútvegs í árslok 2006 voru 387 milljarðar króna, heildarskuldir 290 milljarðar og eigið fé því 97 milljarðar.

Heildareignir sjávarútvegs í árslok 2005 voru 354 milljarðar króna, heildarskuldir 250 milljarðar og eigið fé því 104 milljarðar.

Hagur fiskveiða og fiskvinnslu 2005-2006 - Hagtíðindi

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.