FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 25. JANÚAR 2012

Út er komið hefti í efnisflokknum Sjávarútvegur þar sem birtar eru niðurstöður athugana Hagstofunnar um fiskveiðar og fiskvinnslu fyrir árið 2010.

Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og tekjuskatt (verg hlutdeild fjármagns eða EBITDA) sem hlutfall af heildartekjum sjávarútvegsins dróst lítillega saman milli áranna 2009 og 2010. Í fiskveiðum og -vinnslu lækkaði þetta hlutfall (án milliviðskipta) úr 31% í 28,9%, hækkaði í fiskveiðum úr 26,3% árið 2009 í 26,6% af tekjum árið 2010 og í lækkaði í fiskvinnslu úr 20,8% í 16,1%.

Hreinn hagnaður (EBT) í sjávarútvegi, samkvæmt árgreiðsluaðferð, nam 19,8% árið 2010 samanborið við 22% árið áður. Sé miðað við hefðbundna uppgjörsaðferð er niðurstaðan 15,1% hagnaður 2010 samanborið við 14% hagnað árið 2009, enda gætir ekki beinna áhrifa af breytingum á gengi við mat á fjármagnskostnaði sé árgreiðsluaðferðin notuð.

Heildareignir sjávarútvegs í árslok 2010 voru 559 milljarðar króna, heildarskuldir 500 milljarður og eigið fé 59 milljarðar.

Hagur veiða og vinnslu 2010 - Hagtíðindi

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.