Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og tekjuskatt (verg hlutdeild fjármagns, EBITDA) sem hlutfall af heildartekjum hækkaði milli áranna 2017 og 2018. Í fiskveiðum og fiskvinnslu hækkaði hlutfallið (án milliviðskipta) úr 21,2% í 25,2%, í fiskveiðum fór hlutfallið úr 18,1% í 18,0% og í fiskvinnslu úr 10,6% í 14,8%.
Hreinn hagnaður (EBT) í sjávarútvegi, samkvæmt árgreiðsluaðferð, nam 12,2% árið 2018 samanborið við 7,1% árið áður. Í fjárhæðum nam hagnaðurinn 26,9 milljörðum króna eftir að gjaldfærð hefur verið árgreiðsla að fjárhæð 28,6 milljarðar. Sé miðað við hefðbundna uppgjörsaðferð er niðurstaðan 11,5% hagnaður árið 2018 eða 25,4 milljarðar, samanborið við 6,9% hagnað árið 2017 eða 13,1 milljarður.
Samkvæmt efnahagsreikningi voru heildareignir sjávarútvegsins rúmir 709 milljarðar króna í árslok 2018, heildarskuldir rúmir 412 milljarðar króna (hækkun um 10,0%) og eigið fé tæpir 297 milljarðar króna.
Hagur veiða og vinnslu 2018 - Hagtíðindi