FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 07. JANÚAR 2014

Árið 2011 var heimsafli 94,6 milljónir tonna og jókst um 4,6 milljónir tonna frá árinu 2010, samkvæmt tölum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Kyrrahafið gaf mestan afla og stærsta einstaka fisktegundin var perúansjósa. Asía var sú heimsálfa sem átti stærsta hlutann í heimsaflanum, næst kom Ameríka og svo Evrópa. Kínverjar veiddu mest allra þjóða árið 2011 en Norðmenn, sem veiddu mest allra Evrópuþjóða, voru í 11. sæti heimslistans. Íslendingar veiddu næst mest allra Evrópuþjóða en voru í 18. sæti heimslistans, einu sæti ofar en í fyrra.

Tölur frá Alþjóðahafrannsóknarráðinu (ICES) um afla erlendra ríkja við Ísland árið 2011 og 2012 liggja ekki enn fyrir og verða birtar um leið og þær berast Hagstofu.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.