FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 08. JANÚAR 2015

Árið 2012 var heimsaflinn 92,5 milljónir tonn, sem er tæpum 2,4 milljónum tonnum minna en árið áður, samkvæmt tölum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Mestur afli veiddist í Kyrrahafi. Mest veidda tegundin er perúansjósa, eins og á síðustu árum, en næst mest veidda tegundin er alaskaufsi. Mest af heimsaflanum var veiddur í Asíu, næst mest í Ameríku og svo Evrópu. Kínverjar veiddu mest allra þjóða árið 2012, en Norðmenn veiddu mest allra Evrópuþjóða og eru í 12. sæti yfir mestu veiðiþjóðir. Íslendingar veiddu næst mest allra Evrópuþjóða og eru í 18. sæti heimslistans.

Samkvæmt tölum frá Alþjóðahafrannsóknarráðinu (ICES) veiddust tæp 1,3 milljón tonn við Ísland árið 2012, eða um 1,4% af heimsaflanum. Af þeim afla voru erlend ríki með um 69 þúsund tonn, eða um 5,4% aflans, þar af var loðna um 88%. Færeyjar, Grænland og Noregur veiddu samanlagt 99,6% af afla erlendra ríkja við Ísland.

Alþjóðahafrannsóknarráðið skiptir Norður-Atlantshafinu í 12 megin undirsvæði, þar á meðal er svæði Va sem umlykur Ísland. 200 mílna fiskveiðilögsaga Íslands er að stærstum hluta á svæði Va, en nær einnig að hluta til inn á svæði II, XII og XIV. Tölur birtar hér yfir afla erlendra ríkja við Ísland eiga eingöngu við svæði Va samkvæmt skilgreiningu ICES. Mynd 1 sýnir annars vegar fiskveiðisvæðið Va og hins vegar 200 mílna fiskveiðilögsögu Íslendinga til samanburðar.

Fiskveiðisvæðið Va og fiskveiðilögsaga Íslands


 
Skýring:  Brotin lína sýnir fiskveiðilögsögu Íslands. Heil lína sýnir fiskveiðisvæði Va. 

Talnaefni

 

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.