FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 09. JÚNÍ 2006

Árið 2005 var yfir 80% þess rækjuverðmætis sem unnið var á Íslandi innflutt og hefur hlutfall innfluttrar rækju aukist jafnt og þétt síðustu ár. Þetta kemur fram í nýjasta hefti Hagtíðinda um sjávarútveg, Innflutt hráefni til fiskvinnslu 2005. Innflutt hráefni til fiskvinnslu var 186.143 tonn árið 2005 og dróst saman um 13.507 tonn frá fyrra ári eða 6,8%. Verðmæti þessa innflutnings var 5,1 milljarður sem er 1,5 milljörðum minna en 2004. Aukning varð í innflutningi á þorski, norsk-íslenskri síld og kolmunna, en minna var flutt inn af loðnu.

Innflutt hráefni til fiskvinnslu 2005 - Hagtíðindi

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.