TALNAEFNI SJÁVARÚTVEGUR 15. MAÍ 2024

Í apríl 2024 lönduðu íslensk skip tæpum 155 þúsund tonnum af afla sem er 23% meira en í apríl árið á undan. Aukning varð í veiðum á nær öllum botnfisktegundum og 24% aukning varð sömuleiðis á uppsjávarafla, aðallega vegna aukins kolmunna.

Heildarafli á tólf mánaða tímabilinu frá maí 2023 til apríl 2024 var rúmlega 1,1 milljón tonn sem er 21% minna en á sama tólf mánaða tímabili ári fyrr. Helsta ástæðan fyrir þessum samdrætti var loðnubrestur.

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.