Landaður afli íslenskra skipa var tæplega 88 þúsund tonn í janúar 2024 sem er 20% minni afli en landað var í janúar 2023. Uppsjávarafli var rúmlega 53 þúsund tonn sem er 31% minna en í janúar í fyrra. Botnfiskafli var tæp 33 þúsund tonn sem er 2% aukning samanborið við janúar í fyrra.
Aflamagn á 12 mánaða tímabili frá febrúar 2023 til loka janúar 2024 var rúmlega 1.356 þúsund tonn sem er 12% aukning samanborið við afla á tólf mánaða tímabili ári fyrr. Botnfiskafli dróst saman um 14% á tímabilinu á meðan uppsjávarafli jókst um 30%.
Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.