FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 14. JÚNÍ 2024

Í maí lönduðu íslensk skip rúmlega 87 þúsund tonnum af afla sem var 14% minna en í maí 2023. Botnfiskafli jókst um 19% miðað við maí í fyrra og uppsjávarafli minnkaði um 37%.

Heildarafli á tólf mánaða tímabilinu frá júní 2023 til maí 2024 var rúmlega 1,08 milljón tonn sem var 25% minna en aflinn á sama tólf mánaða tímabili ári fyrr. Engin loðnuveiði hefur verið í ár sem skýrir þennan mun.

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.