FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 16. DESEMBER 2024

Fiskaflinn í nóvember 2024 var tæplega 94 þúsund tonn sem er 7% meiri afli en í nóvember á síðasta ári. Botnfiskafli var rétt rúmlega 32 þúsund tonn, þar af þorskur um 19 þúsund tonn. Uppsjávarafli var tæp 60 þúsund tonn og jókst um 24% miðað við nóvember í fyrra. Uppsjávaraflinn samanstóð af síld, rúmum 36 þúsund tonnum, og kolmunna, tæpum 24 þúsund tonnum.

Aflamagn á tólf mánaða tímabilinu frá desember 2023 til nóvember 2024 var um 979 þúsund tonn sem er 29% samdráttur miðað við sama tímabil árið áður. Aflabrestur í loðnu er þar helsta skýringin.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.