FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 31. MARS 2015

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir árið 2014 hefur aflaverðmæti dregist saman um 10,9% samanborið við árið 2013.

Aflaverðmæti botnfisks nam rúmum 92 milljörðum á árinu sem er 1,1% samdráttur frá fyrra ári. Verðmæti botnfisktegunda nema þorsks dróst saman á milli ára, verðmæti þorskaflans jókst um 11,9% og nam tæpum 53 milljörðum króna árið 2014.

Af flatfiski nam aflaverðmæti rúmum 7 milljörðum á síðasta ári og dróst saman um 28% frá fyrra ári. Þar vegur þyngst ríflega 2,6 milljarða samdráttur í aflaverðmæti grálúðu.

Verðmæti uppsjávarafla dróst saman um 26,5% á milli ára. Aflaverðmæti loðnu dróst verulega saman á milli ára, nam rúmum 3,8 milljörðum króna á síðasta ári samanborið við tæplega 16,4 milljarða árið 2013. Aflaverðmæti síldar var 9,5 milljarðar á síðasta ári og lækkaði um rúm 10% frá fyrra ári. Aflaverðmæti makríls nam 15,3 milljörðum króna árið 2014 og stóð nokkurn veginn í stað frá fyrra ári. Verðmæti kolmunnaaflans jókst hins vegar umtalsvert og nam 4,7 milljörðum samanborið við ríflega 3 milljarða árið 2013.

Verðmæti skel- og krabbadýra nam tæpum 3,7 milljörðum króna á síðasta ári sem er 17,8% samdráttur frá fyrra ári. Verðmæti rækjuaflans nam ríflega 2,5 milljörðum og dróst saman um 29% á meðan aflaverðmæti humars nam rúmum milljarði og jókst um tæp 29% samanborið við árið 2013.

Verðmæti afla janúar-desember 2014
Milljónir króna Desember Janúar-desember
  2013 2014 % 2013 2014 %
             
Verðmæti alls 8.287,3 7.961,5 -3,9 152.751,7 136.149,6 -10,9
             
Botnfiskur 7.022,3 6.392,6 -9,0 93.104,0 92.065,8 -1,1
Þorskur 3.887,0 3.661,5 -5,8 47.340,8 52.985,5 11,9
Ýsa 907,3 662,0 -27,0 12.097,0 10.320,2 -14,7
Ufsi 526,2 583,5 10,9 9.804,8 7.872,2 -19,7
Karfi 1.218,8 1.109,9 -8,9 13.876,3 13.166,7 -5,1
Úthafskarfi 0,0 0,0 2.136,6 584,0 -72,7
Annar botnfiskur 482,9 375,7 -22,2 7.848,5 7.137,1 -9,1
Flatfisksafli 554,8 354,2 -36,2 9.840,5 7.072,5 -28,1
Uppsjávarafli 639,4 1.050,8 64,3 45.338,7 33.338,4 -26,5
Síld 564,6 645,4 14,3 10.547,6 9.459,1 -10,3
Loðna 0,0 0,0 16.358,4 3.818,4 -76,7
Kolmunni 74,9 405,3 441,4 3.028,8 4.746,4 56,7
Makríll 0,0 0,0 15.402,7 15.261,1 -0,9
Annar uppsjávarafli 0,0 0,0 1,1 53,4
Skel- og krabbadýraafli 70,8 164,0 131,8 4.468,5 3.672,9 -17,8
Humar 6,2 3,6 -40,9 808,4 1.042,0 28,9
Rækja 57,6 155,9 170,6 3.570,3 2.535,5 -29,0
Annar skel- og krabbad.afli 7,0 4,5 -35,4 89,8 95,4 6,2
Annar afli 0,0 0,0 0,0 0,0

 

Verðmæti afla eftir tegund löndunar janúar-desember 2014
Milljónir króna Desember Janúar-desember
  2013 2014 % 2013 2014 %
             
Verðmæti alls 8.287,3 7.961,5 -3,9 152.747,5 136.149,7 -10,9
             
Til vinnslu innanlands 3.373,8 3.505,9 3,9 71.262,8 67.357,2 -5,5
Í gáma til útflutnings 344,0 313,3 4.669,4 4.291,9 -8,1
Landað erlendis í bræðslu 317,7 39,4 -87,6
Sjófryst 3.434,2 2.990,2 -12,9 55.004,6 43.948,1 -20,1
Á markað til vinnslu innanlands 1.111,0 1.001,3 -9,9 20.701,4 19.706,3 -4,8
Sjófryst til endurvinnslu innanl.      125     190,4 222,5 16,9
Selt úr skipi erlendis
Fiskeldi
Aðrar löndunartegundir 24,3 25,8 6,0 601,2 584,4 -2,8

 

Verðmæti afla eftir staðsetningu verkunarstaðar janúar-desember 2014
Milljónir króna Desember Janúar-desember
  2013 2014 % 2013 2014 %
             
Verðmæti alls 8.287,3 7.961,5 -3,9 152.751,7 136.149,7 -10,9
             
Höfuðborgarsvæði 2.442,3 2.449,4 0,3 36.458,2 33.985,9 -6,8
Vesturland 286,0 316,4 10,6 6.099,0 6.365,1 4,4
Vestfirðir 524,5 468,8 -10,6 9.156,0 8.033,1 -12,3
Norðurland vestra 868,2 660,2 -24,0 11.296,5 9.738,4 -13,8
Norðurland eystra 1.149,1 1.018,1 -11,4 18.239,2 18.185,1 -0,3
Austurland 587,0 725,4 23,6 24.640,6 18.667,2 -24,2
Suðurland 525,7 555,2 5,6 17.055,5 14.079,9 -17,4
Suðurnes 1.540,7 1.415,5 -8,1 24.314,5 22.336,6 -8,1
Útlönd 363,7 352,5 -3,1 5.492,2 4.758,6 -13,4

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.