FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 31. JÚLÍ 2017

Aflaverðmæti íslenskra skipa í apríl var tæpir 8,4 milljarðar króna sem er um 26% minna en í apríl 2016. Fiskafli íslenskra skipa í apríl var þó 5% meiri en heildaraflinn í apríl 2016, eða 109 þúsund tonn. Að magninu til munar mestu um aukinn kolmunnaafla.

Verðmæti botnfiskaflans nam 6,5 milljörðum sem er 22,6% samdráttur miðað við apríl 2016. Verðmæti þorskaflans dróst saman um 25,2%, og samdráttur varð einnig í verðmæti svo til allra annarra tegunda. Verðmæti flatfiskafla dróst saman um 34,9% og verðmæti uppsjávarafla dróst saman um 29%.

Á 12 mánaða tímabili frá maí 2016 til apríl 2017 nam aflaverðmæti íslenskra skipa 115 milljörðum króna sem er 20,1% samdráttur miðað við sama tímabil ári fyrr.

Verðmæti afla 2016–2017
Milljónir króna Apríl Maí–apríl
  2016 2017 % 2015–2016 2016–2017 %
             
Verðmæti alls 11.401,5 8.398,5 -26,3 144.081,5 115.158,1 -20,1
             
Botnfiskur 8.436,3 6.532,0 -22,6 100.899,7 77.743,1 -23,0
Þorskur 4.421,5 3.309,2 -25,2 61.201,1 49.182,3 -19,6
Ýsa 888,0 814,9 -8,2 10.778,2 8.035,4 -25,4
Ufsi 761,0 797,5 4,8 9.144,9 7.004,7 -23,4
Karfi 1.331,9 971,4 -27,1 12.832,9 8.676,1 -32,4
Úthafskarfi 0,0 0,0 568,0 597,4 5,2
Annar botnfiskur 1.033,9 639,1 -38,2 6.374,6 4.247,2 -33,4
Flatfisksafli 687,9 448,1 -34,9 10.538,1 7.577,3 -28,1
Uppsjávarafli 1.643,2 1.167,0 -29,0 28.398,7 27.056,5 -4,7
Síld 0,1 0,0 5.999,0 6.193,1 3,2
Loðna 0,0 0,0 4.947,9 6.257,0 26,5
Kolmunni 1.609,2 1.158,1 -28,0 7.055,1 3.734,8 -47,1
Makríll 34,0 8,8 -74,0 10.393,1 10.871,6 4,6
Annar uppsjávarafli 0,0 0,0 3,6 0,1 -97,7
Skel- og krabbadýraafli 634,0 251,4 -60,4 4.245,0 2.781,2 -34,5
Humar 163,2 132,4 -18,9 863,6 876,9 1,5
Rækja 424,8 107,5 -74,7 3.084,3 1.591,7 -48,4
Annar skel- og krabbadýrafli 46,1 11,5 -75,1 297,0 312,6 5,2
Annar afli 0,0 0,0 0,0 0,0
Verðmæti afla eftir tegund löndunar 2016–2017
Milljónir króna Apríl Maí–apríl
  2016 2017 % 2015–2016 2016–2017 %
             
Verðmæti alls 11.401,5 8.398,5 -26,3 144.081,5 115.158,1 -20,1
             
Til vinnslu innanlands 6.461,8 4.677,3 -27,6 75.495,1 60.650,1 -19,7
Á markað til vinnslu innanlands 1.665,3 1.162,1 -30,2 20.149,0 17.853,0 -11,4
Sjófryst til endurvinnslu innanlands 0,0 0,0 57,7 2,8 -95,2
Í gáma til útflutnings 381,1 407,2 6,8 4.685,6 4.460,3 -4,8
Sjófryst 2.654,9 2.132,0 -19,7 42.892,4 31.335,2 -26,9
Aðrar löndunartegundir 238,3 19,9 -91,6 801,6 856,8 6,9
Verðmæti afla eftir staðsetningu verkunarstaðar 2016–2017
Milljónir króna Apríl Maí–apríl
  2016 2017 % 2015–2016 2016–2017 %
             
Verðmæti alls 11.401,5 8.398,5 -26,3 144.081,5 115.158,1 -20,1
             
Höfuðborgarsvæði 2.974,9 2.024,5 -31,9 38.288,1 27.591,1 -27,9
Vesturland 808,6 471,6 -41,7 6.718,7 5.823,5 -13,3
Vestfirðir 623,2 350,7 -43,7 8.021,0 6.418,2 -20,0
Norðurland vestra 854,8 428,1 -49,9 9.889,9 6.874,8 -30,5
Norðurland eystra 1.002,6 886,4 -11,6 17.448,4 15.175,9 -13,0
Austurland 1.894,3 1.347,2 -28,9 20.623,8 16.845,2 -18,3
Suðurland 860,3 814,2 -5,4 13.494,0 11.825,0 -12,4
Suðurnes 1.807,0 1.662,2 -8,0 24.288,5 19.484,2 -19,8
Útlönd 575,7 413,6 -28,2 5.309,2 5.120,1 -3,6

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.