Aflaverðmæti janúarmánaðar var 3,5 milljarðar króna
Í janúar 2006 nam aflaverðmæti íslenskra skipa af öllum miðum 3,5 milljörðum króna samanborið við tæpa 5,3 milljarða í janúar 2005. Aflaverðmæti hefur því dregist saman um 33% eða sem nemur 1,8 milljörðum króna. Verðmæti botnfiskafla var tæpir 3 milljarðar og dróst saman um 8,5% frá janúarmánuði 2005. Þorskaflinn dróst saman í verðmæti um 8,7% var 1,8 milljarðar, verðmæti ýsuafla nam 615 milljónum og dróst saman um 7,7% og aflaverðmæti ufsa var 132 milljónir sem er 24% minna en í janúar í fyrra.  Hins vegar jókst aflaverðmæti flatfisks milli ára, nam 329 milljónum samanborið við 186 milljónir króna í fyrra. Aflaverðmæti loðnu í janúar 2006 er ekki upp á marga fiska samanborið við fyrra ár enda fór loðnuvertíð seint af stað. Verðmæti loðnuaflans í janúar í ár var 182 milljónir en var í fyrra komið upp í 1,8 milljarða í janúarlok.

Verðmæti afla í beinni sölu útgerða til vinnslustöðva var tæpir 1,5 milljarðar samanborið við 2,8 milljarða árið áður sem er 48% lækkun. Verðmæti afla sem fluttur var beint út óunninn nam 316 milljónum og dróst saman um 235 milljónir eða 43%. Aflaverðmæti sjófrystingar dróst saman um 14% milli ára, nam 748 milljónum í ár.

Af einstökum svæðum var mest aflaverðmæti tekið til vinnslu á  Suðurnesjum eða 728 milljónir þrátt fyrir að það sé um 224 milljónum minna en í janúar í fyrra. Þar á eftir kom höfuðborgarsvæðið með afla að verðmæti 656 milljónir sem þar fór til vinnslu sem er aukning um 26% frá fyrra ári. Hlutfallslega varð mest aukning á aflaverðmæti teknu til vinnslu á Vestfjörðum en verðmæti aflans þar nam 363 milljónum í janúar í ár sem er tæpum þriðjungi meira en í fyrra. Verðmæti afla sem unninn var á Austurlandi í janúar nam einungis 220 milljónum samanborið við 1,1 milljarð í janúar 2005, og skýrist af sá mikli samdráttur af dræmri loðnuveiði.

Hagstofan hefur endurskoðað bráðabirgðatölur fiskafla ársins 2005.

Verðmæti afla í janúar 2006
Milljónir kr.   Breytingar frá
    Janúar fyrra ári í %
    2005 2006  
         
Verðmæti alls 5,276.3 3,513.4 -33.4
         
Botnfiskur 3,277.2 2,997.4 -8.5
  Þorskur

1,973.0

1,800.8

-8.7
  Ýsa

666.7

615.3

-7.7
  Ufsi

173.3

131.8

-23.9
  Karfi

238.4

233.0

-2.3
  Úthafskarfi

0.0

0.0

0.0
  Annar botnfiskur 225.8 216.5 -4.1
Flatfiskur 186.1 328.8 76.7
Uppsjávarafli 1,807.5 186.8 -89.7
  Síld 13.9 5.4 -61.5
  Loðna 1,793.6 181.5 -89.9
  Kolmunni 0.0 0.0 0.0
  Annar uppsjávarafli 0.0 0.0 0.0
Skel- og krabbadýraafli 4.6 0.0 -100.0
  Rækja 3.4 0.0 -100.0
  Annar skel- og krabbad.afli 1.2 0.0 -100.0
Annar afli 0.8 0.4 -42.0
Verðmæti afla eftir tegund löndunar í janúar 2006
Milljónir kr.   Breytingar frá
    Janúar fyrra ári í %
    2005 2006  
         
Verðmæti alls 5,276.3 3,513.4 -33.4
         
Til vinnslu innanlands 2,780.3 1,451.8 -47.8
Í gáma til útflutnings 551.3 315.9 -42.7
Landað erlendis í bræðslu 0.0 0.0
Sjófryst 870.4 747.6 -14.1
Á markað til vinnslu innanlands 910.9 846.1 -7.1
Á markað, í gáma til útflutnings 117.3 116.2 -1.0
Sjófryst til endurvinnslu innanl. 0.0 0.0 0.0
Selt úr skipi erlendis 34.9 25.6 -26.8
Fiskeldi 0.2 0.0 -100.0
Aðrar löndunartegundir 10.9 10.3 -6.2
Verðmæti afla eftir verkunarstað í janúar 2006
Milljónir kr.   Breytingar frá
    Janúar fyrra ári í %
    2005 2006  
         
Verðmæti alls 5,276.3 3,513.4 -33.4
         
Höfuðborgarsvæði 519.8 655.6 26.1
Suðurnes 952.2 728.2 -23.5
Vesturland 199.9 246.1 23.1
Vestfirðir 275.4 363.3 31.9
Norðurland vestra 271.0 213.0 -21.4
Norðurland eystra 987.1 406.1 -58.9
Austurland 1,088.2 219.7 -79.8
Suðurland 402.7 350.9 -12.8
Útlönd 580.0 330.5 -43.0

Upplýsingar um afla og aflaverðmæti¹ janúarmánaðar 2006 ásamt endurskoðuðum tölum fyrir árið 2005 er að finna í talnaefni.

¹Þessar upplýsingar byggja á vigtar- og ráðstöfunarskýrslum sem Fiskistofa safnar frá fiskkaupendum. Fyrir árið 2006 er stuðst við bráðabirgðatölur en endanlegar tölur liggja að baki talna fyrir árið 2005. Athuganir benda til þess að endanlegar tölur séu að hámarki 1-2% hærri en bráðabirgðatölur þegar á heildina er litið en fyrir örfáar fisktegundir getur munurinn þó orðið meiri.

Talnaefni