FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 31. OKTÓBER 2017

Aflaverðmæti íslenskra skipa í júlí var rúmlega 8,3 milljarðar króna sem er 11,7% minna en í júlí 2016. Fiskafli var rúm 73 þúsund tonn í júlí sem er 3% meira en í júlí 2016.

Verðmæti botnfiskaflans í júlí nam tæpum 5,1 milljarði króna sem er 12% samdráttur samanborið við júlí 2016. Verðmæti þorskaflans nam 3,1 milljarði og dróst saman um 5,5% þrátt fyrir 22% aukningu í aflamagni. Aflaverðmæti uppsjávartegunda nam rúmum 1,6 milljarði samanborið við 2,3 milljarða í júlí 2016. Verðmæti flatfiskafla var tæpir 1,2 milljarðar króna í júlí sem er tæplega 23% aukning frá fyrra ári. Verðmæti skel- og krabbadýraafla nam 405 milljónum króna samanborið við 358 milljónir í júlí 2016.

Á 12 mánaða tímabili frá ágúst 2016 til júlí 2017 nam aflaverðmæti íslenskra skipa 111,5 milljörðum króna, sem er 18,8% samdráttur miðað við sama tímabil ári fyrr.

Verðmæti afla 2016–2017
Milljónir króna Júlí Ágúst-júlí
  2016 2017 % 2015–2016 2016–2017 %
             
Verðmæti alls 9.414,9 8.316,0 -11,7 137.256,6 111.509,2 -18,8
             
Botnfiskur 5.779,9 5.087,0 -12,0 98.470,5 75.272,2 -23,6
Þorskur 3.286,3 3.106,3 -5,5 60.576,1 48.402,8 -20,1
Ýsa 496,3 529,7 6,7 10.205,4 7.903,9 -22,6
Ufsi 935,6 466,4 -50,1 8.976,9 6.195,7 -31,0
Karfi 813,7 694,7 -14,6 12.293,8 8.324,8 -32,3
Úthafskarfi 0,0 0,0 597,4 333,3 -44,2
Annar botnfiskur 248,1 289,9 16,9 5.820,9 4.111,7 -29,4
Flatfisksafli 967,0 1.186,6 22,7 9.650,4 7.495,1 -22,3
Uppsjávarafli 2.310,1 1.637,4 -29,1 25.217,7 26.246,4 4,1
Síld 158,9 122,0 -23,2 6.008,4 6.153,1 2,4
Loðna 0,0 0,0 4.947,9 6.340,0 28,1
Kolmunni 0,6 109,3 18.364,0 5.552,1 3.710,7 -33,2
Makríll 2.150,6 1.406,0 -34,6 8.705,8 10.042,4 15,4
Annar uppsjávarafli 0,0 0,0 3,6 0,1 -96,4
Skel- og krabbadýraafli 357,9 404,9 13,1 3.918,0 2.495,5 -36,3
Humar 125,6 148,7 18,4 963,6 839,6 -12,9
Rækja 205,4 224,4 9,3 2.611,7 1.355,3 -48,1
Annar skel- og krabbadýrafli 26,9 31,8 18,2 342,7 300,6 -12,3
Annar afli 0,0 0,0 0,0 0,0
Verðmæti afla eftir tegund löndunar 2016–2017
Milljónir króna Júlí Ágúst-júlí
  2016 2017 % 2015–2016 2016–2017 %
             
Verðmæti alls 9.414,9 8.316,0 -11,7 137.256,6 111.509,2 -18,8
             
Til vinnslu innanlands 3.597,6 3.749,2 4,2 72.104,5 59.747,7 -17,1
Á markað til vinnslu innanlands 1.354,3 1.194,9 -11,8 19.966,3 16.515,7 -17,3
Sjófryst til endurvinnslu innanlands 0,0 0,0 57,7 67,4 16,9
Í gáma til útflutnings 515,9 506,4 -1,8 5.004,2 4.232,1 -15,4
Sjófryst 3.932,4 2.852,6 -27,5 39.252,6 30.321,3 -22,8
Aðrar löndunartegundir 14,8 13,0 -12,4 871,3 624,9 -28,3
Verðmæti afla eftir staðsetningu verkunarstaðar 2016–2017
Milljónir króna Júlí Ágúst-júlí
  2016 2017 % 2015–2016 2016–2017 %
             
Verðmæti alls 9.414,9 8.316,0 -11,7 137.256,6 111.509,2 -18,8
             
Höfuðborgarsvæði 3.107,3 2.483,0 -20,1 36.077,3 26.698,3 -26,0
Vesturland 101,0 177,8 76,1 6.693,9 5.870,2 -12,3
Vestfirðir 445,8 582,2 30,6 7.911,5 5.946,4 -24,8
Norðurland vestra 766,4 523,0 -31,8 9.128,9 6.344,2 -30,5
Norðurland eystra 1.117,5 883,0 -21,0 16.858,1 14.835,3 -12,0
Austurland 1.062,3 1.052,6 -0,9 18.576,3 16.892,8 -9,1
Suðurland 1.212,7 946,7 -21,9 12.914,4 11.308,2 -12,4
Suðurnes 1.076,5 1.151,5 7,0 23.378,2 18.859,3 -19,3
Útlönd 525,4 516,0 -1,8 5.718,0 4.754,4 -16,9

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.