Aflaverðmæti árið 2005 nam 68 milljörðum
Aflaverðmæti íslenskra skipa af öllum miðum árið 2005 var 67,9 milljarðar króna. Verðmæti aflans á síðasta ári er því nánast það sama og árið 2004 en þá stóð það í tæpum 68 milljörðum. Verðmæti dróst saman í öllum aflategundum nema í uppsjávarafla. Minnstur varð samdrátturinn í botnfiskaflanum en verðmæti hans nam 47,2 milljörðum kóna en var árið 2004 47,4 milljarðar. Aflaverðmæti þorsks dróst saman um 11%, var 24,9 milljarðar króna árið 2005 og verðmæti úthafskarfa nam 1,7 milljörðum króna sem er tæpum milljarði minna en árið áður. Á móti jókst verðmæti ýsuaflans um 16%, var 8,9 milljarðar 2005, aflaverðmæti ufsa nam 3,1 milljarði og jókst um 11% og verðmætaaukning karfaaflans nam 47% en verðmæti hans varð 5,5 milljarðar króna 2005. Flatfiskaflinn dróst saman um tæp 18% milli ára, var 5,1 milljarður 2005. Sandkolaaflinn dróst saman í verðmæti um 28% og aflaverðmæti grálúðu dróst saman um 22%. Aflaverðmæti skel- og krabbadýraafla nam 1,5 milljörðum og dróst saman um 40% milli ára. Verðmæti rækjuaflans nam tæpum 900 milljónum sem er samdráttur upp á 1,1 milljarð króna.
Verðmætisaukning uppsjávaraflans nam 19% og var aflaverðmætið 14,2 milljarðar króna. Aflaverðmæti síldar nam 7,2 milljörðum sem er 58% aukning frá árinu 2004. Loðnuaflinn jókst einnig að verðmæti sem nam um fjórðungi, var 5 milljarðar króna árið 2005. Hins vegar dróst aflaverðmæti kolmunna saman um 47%, var 1,5 milljarðar króna á síðasta ári. Ríflega helmingur síldaraflans árið 2005 var frystur á sjó og stóð sjófrystingin fyrir 81% af aflaverðmæti síldar árið 2005 sem nam 5,8 milljörðum. Árið áður var aflaverðmæti sjófrystrar síldar 3,2 milljarðar. Meira af loðnu var sjófryst árið 2005 en 2004 og nam aflaverðmæti sjófrystrar loðnu 1,6 milljörðum króna miðað við rúmlega 800 milljónir árið áður.
Verðmæti afla sem seldur var í beinni sölu útgerða til vinnslu var 25,7 milljarðar króna sem er samdráttur upp á tæp 11%. Aflaverðmæti sjófrystingar nam tæpum 25 milljörðum og jókst um 16% milli ára. Verðmæti óunnins afla sem fluttur var beint út var 6,6 milljarðar sem er 3,7% aukning en aflaverðmæti fisks sem keyptur var á mörkuðum og fluttur út jókst um 13%, nam 1,2 milljörðum króna.
A einstökum svæðum var mest aflaverðmæti1 tekið til vinnslu á höfuðborgarsvæðinu eða sem nam 12,8 milljörðum króna sem er 18% aukning milli ára. Á Norðurlandi eystra og Suðurnesjum var á hvorum stað fyrir sig unnið úr afla að verðmæti 11,7 milljarðar króna. Á Suðurlandi jókst verðmæti þess afla sem tekinn var til vinnslu um 18%, var 7,3 milljarðar á síðasta ári. Mestur samdráttur í aflaverðmæti var á Vesturlandi en þar var unnið úr 2,5 milljörðum samanborið við 4,3 milljarða árið áður. Einnig dróst aflaverðmæti til vinnslu nokkuð saman á Austurlandi eða um 16%.
Verðmæti afla janúar–desember 2005 | ||||||
Milljónir kr. | Breytingar frá | |||||
Desember | Janúar–desember | fyrra ári í % | ||||
2004 | 2005 | 2004 | 2005 | Jan.–des. | ||
Verðmæti alls | 4.916,1 | 4.764,3 | 67.975,1 | 67.927,9 | -0,1 | |
Botnfiskur | 3.595,3 | 3.694,9 | 47.412,6 | 47.186,3 | -0,5 | |
Þorskur | 2.064,4 | 2.158,3 | 27.979,4 | 24.901,3 | -11,0 | |
Ýsa | 744,8 | 633,0 | 7.660,2 | 8.880,9 | 15,9 | |
Ufsi | 253,6 | 365,3 | 2.777,7 | 3.086,1 | 11,1 | |
Karfi | 312,2 | 336,3 | 3.719,1 | 5.466,2 | 47,0 | |
Úthafskarfi | 0,0 | 0,0 | 2.637,4 | 1.666,0 | -36,8 | |
Annar botnfiskur | 220,2 | 202,0 | 2.638,8 | 3.185,7 | 20,7 | |
Flatfiskur | 404,5 | 382,3 | 6.151,9 | 5.076,5 | -17,5 | |
Uppsjávarafli | 842,5 | 623,0 | 11.910,1 | 14.158,7 | 18,9 | |
Síld | 635,5 | 288,4 | 4.550,1 | 7.180,0 | 57,8 | |
Loðna | 115,3 | 279,0 | 4.033,2 | 5.030,6 | 24,7 | |
Kolmunni | 91,7 | 55,6 | 2.820,0 | 1.489,5 | -47,2 | |
Annar uppsjávarafli | 0,0 | 0,0 | 506,7 | 458,6 | -9,5 | |
Skel- og krabbadýraafli | 73,7 | 63,2 | 2.490,5 | 1.497,1 | -39,9 | |
Rækja | 69,3 | 59,1 | 2.015,3 | 870,4 | -56,8 | |
Annar skel- og krabbad.afli | 4,4 | 4,1 | 475,2 | 626,6 | 31,9 | |
Annar afli | 0,1 | 0,8 | 10,0 | 9,3 | -6,9 |
Verðmæti afla eftir tegund löndunar janúar–desember 2005 | ||||||
Milljónir kr. | Breytingar frá | |||||
Desember | Janúar–desember | fyrra ári í % | ||||
2004 | 2005 | 2004 | 2005 | Jan.–des. | ||
Verðmæti alls | 4.916,1 | 4.764,3 | 67.975,1 | 67.927,9 | -0,1 | |
Til vinnslu innanlands | 1.428,5 | 1.379,9 | 28.731,5 | 25.661,0 | -10,7 | |
Í gáma til útflutnings | 574,8 | 339,7 | 6.378,6 | 6.612,1 | 3,7 | |
Landað erlendis í bræðslu | 0,0 | 8,0 | 98,8 | 75,2 | -23,9 | |
Sjófryst | 2.228,3 | 2.347,9 | 21.482,4 | 24.962,4 | 16,2 | |
Á markað til vinnslu innanlands | 539,9 | 611,3 | 9.212,4 | 9.126,3 | -0,9 | |
Á markað, í gáma til útflutnings | 61,2 | 68,6 | 1.081,7 | 1.225,2 | 13,3 | |
Sjófryst til endurvinnslu innanl. | 30,7 | 0,0 | 389,5 | 0,0 | -100,0 | |
Selt úr skipi erlendis | 45,5 | 0,0 | 390,0 | 69,7 | -82,1 | |
Fiskeldi | 0,1 | 0,7 | 31,8 | 10,2 | -68,0 | |
Aðrar löndunartegundir | 7,1 | 8,2 | 178,4 | 185,6 | 4,0 |
Verðmæti afla eftir verkunarsvæðum janúar–desember 2005 | ||||||
Milljónir kr. | Breytingar frá | |||||
Desember | Janúar–desember | fyrra ári í % | ||||
2004 | 2005 | 2004 | 2005 | Jan.–des. | ||
Verðmæti alls | 4.916,1 | 4.764,3 | 67.975,1 | 67.927,9 | -0,1 | |
Höfuðborgarsvæði | 997,4 | 1.153,1 | 10.810,2 | 12.776,4 | 18,2 | |
Suðurnes | 810,8 | 851,3 | 11.365,7 | 11.656,9 | 2,6 | |
Vesturland | 162,7 | 157,9 | 4.261,2 | 2.453,5 | -42,4 | |
Vestfirðir | 284,3 | 309,8 | 4.260,6 | 3.809,9 | -10,6 | |
Norðurland vestra | 475,6 | 468,0 | 5.558,1 | 5.059,4 | -9,0 | |
Norðurland eystra | 824,0 | 783,6 | 10.804,6 | 11.662,7 | 7,9 | |
Austurland | 338,4 | 276,9 | 8.013,4 | 6.747,7 | -15,8 | |
Suðurland | 421,6 | 432,3 | 6.199,0 | 7.308,4 | 17,9 | |
Útlönd | 601,4 | 331,4 | 6.702,3 | 6.453,0 | -3,7 |
Upplýsingar um afla og aflaverðmæti2 janúar-desember 2005 er að finna í talnaefni.
1 Til verðmæta telst einnig afli sem unninn er um borð. Aflinn skráist á útgerð skipsins og ræður lögheimili hennar á hvaða landsvæði verðmætið er skráð.
2Þessar upplýsingar byggja á vigtar- og ráðstöfunarskýrslum sem Fiskistofa safnar frá fiskkaupendum. Fyrir árið 2005 er stuðst við bráðabirgðatölur en endanlegar tölur liggja að baki talna fyrir árið 2004. Athuganir benda til þess að endanlegar tölur séu að hámarki 1-2% hærri en bráðabirgðatölur þegar á heildina er litið en fyrir örfáar fisktegundir getur munurinn þó orðið meiri.
Talnaefni