Aflaverðmætið 10,7 milljarðar króna
Á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2004 nam aflaverðmæti íslenskra skipa af öllum miðum 10,7 milljörðum króna samanborið við 11,8 milljarða á sama tímabili 2003. Aflaverðmæti hefur því dregist saman um 9,3% á milli ára eða um nærri 1,1 milljarð króna. Verðmæti botnfiskaflans var 7,4 milljarðar króna og jókst um 82 milljónir króna eða um 1,1%. Verðmæti þorsks var 4,9 milljarðar króna og jókst saman um 5,5% og verðmæti ýsuaflans nam 1,1 milljarði króna og dróst saman um 2,1%. Verðmæti loðnuaflans nam tæplega 2,5 milljörðum króna og dróst saman um rúman milljarð króna eða um 29,8%. Þá var verðmæti skel- og krabbadýraafla 118 milljónir króna en var 390 milljónir króna á sama tímabili 2003 og er munurinn 69,7% eða 272 milljónir króna.
Verðmæti afla í beinni sölu útgerða til vinnslustöðva var á tímabilinu 5,3 milljarðar króna samanborið við 6,7 milljarða á árinu 2003 og er það samdráttur um fimmtung. Verðmæti sjófrysts afla var 2,4 milljarðar króna en nam rúmum 2.1 milljarði króna á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2003 og er þetta aukning um 13.2% á milli ára. Verðmæti afla sem seldur var á innlendum fiskmörkuðum til fiskvinnslu innanlands dróst saman um 4,9%, var 1,8 milljarðar króna samanborið við 1,9 milljarða króna á sama tímabili 2003. Í gámum var fluttur út ferskur fiskur fyrir 927 milljónir króna sem er rúmlega þriðjungs aukning frá fyrra ári en þá var verðmætið 690 milljónir.
Á Suðurnesjum var unnið úr afla að verðmæti 2,1 milljarður króna sem er nærri sama upphæð og á árinu 2003. Mestur samdráttur milli ára varð á Austurlandi, 550 milljónir króna eða 24,5%. Verðmæti afla íslenskra skipa sem unninn var erlendis jókst um 21,3%, úr rúmum 850 milljónum á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2003 í rúman milljarð á sama tímabili 2004.
Upplýsingar um afla og aflaverðmæti janúar-febrúar 2004 er að finna í talnaefni.
¹ Þessar upplýsingar byggja á vigtar- og ráðstöfunarskýrslum sem Fiskistofa safnar frá fiskkaupendum. Fyrir árið 2003 er stuðst við bráðabirgðatölur en endanlegar tölur liggja að baki talna fyrir árið 2002. Athuganir benda til þess að endanlegar tölur séu að hámarki 1-2% hærri en bráðabirgðatölur þegar á heildina er litið en fyrir örfáar fisktegundir getur munurinn þó orðið meiri. |
Talnaefni