FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 23. MAÍ 2006


Aflaverðmætið 10,8 milljarðar króna
Á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2006 nam aflaverðmæti íslenskra skipa af öllum miðum 10,8 milljörðum króna samanborið við 12,8 milljarða á sama tímabili 2005. Aflaverðmætið hefur dregist saman um 2 milljarða milli ára eða 16%. Aflaverðmæti botnfisks var svipað og í fyrra eða 7,9 milljarðar króna sem er 3% samdráttur. Svipaða sögu er að segja um verðmæti þorsk- og ýsuafla en aflaverðmæti þorsks nam 4,9 milljörðum og dróst saman um 4,8% og verðmæti ýsuaflans var 1,4 milljarðar sem 4,6% samdráttur. Aflaverðmæti karfa jókst hins vegar um 10,7% og var tæpar 800 milljónir króna fyrstu tvo máuði ársins. Töluverð aukning varð í aflaverðmæti flatfisks eða um 39%. Nam aflaverðmæti hans tæpum 800 milljónum. Verðmæti uppsjávarafla dróst saman um 49%, var 2,1 milljarður króna. Skiptir þar mest dræm loðnuvertíð en aflaverðmæti loðnu nam 1,7 milljörðum króna sem er 2,2 milljörðum minna en á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir óx verðmæti loðnuhrogna mjög en það varð rúmar 300 milljónir króna í ár.

Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu var 4,8 milljarðar króna sem er fjórðungs samdráttur frá fyrra ári. Verðmæti afla sem fluttur er út óunninn nam 800 milljónum króna samanborið við 1,1 milljarð í fyrra. Verðmæti sjófrystra afurða var svipað og 2005. Í ár nam verðmætið tæpum 3 milljörðum og minnkaði um 2%. Á markað til vinnslu innanlands fór afli að verðmæti 1,9 milljarðar sem er því sem næst sama og 2005.

Af einstökum landsvæðum var mest aflaverðmæti tekið til vinnslu á Suðurnesjum eða 2,1 milljarður sem er 13% samdráttur milli ára. Á höfuðborgarsvæðinu var unnið úr afla að verðmæti 1,9 milljörðum og jókst verðmætið um 8,9% frá fyrra ári. Hlutfallslega varð mest aukning á aflaverðmæti sem fór til vinnslu á Vesturlandi eða um 16% en þar var verðmæti aflans jafnframt lægst. Langmest dró úr verðmæti afla sem unninn var á Austurlandi eða um 47%.

Verðmæti afla janúar–febrúar 2006
Milljónir kr. Breytingar frá
Febrúar Janúar–febrúar fyrra ári í %
    2005 2006 2005 2006 Jan.–feb.
Verðmæti alls 7.549,0 7.241,5 12.825,2 10.799,4 -15,8
Botnfiskur 4.898,7 4.915,0 8.175,9 7.927,0 -3,0
Þorskur 3152,9 3.066,7 5.126,0 4.880,7 -4,8
Ýsa 798,8 782,6 1.465,5 1.398,0 -4,6
Ufsi 214,6 239,0 387,8 371,7 -4,2
Karfi 478,3 560,3 716,8 793,7 10,7
Úthafskarfi 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0
Annar botnfiskur 254,1 266,4 479,9 483,0 0,6
Flatfiskur 371,2 445,3 557,4 774,1 38,9
Uppsjávarafli 2.271,3 1.880,9 4.078,8 2.097,6 -48,6
Síld 54,9 1,3 68,9 6,7 -90,3
Loðna 2.174,1 1.531,9 3.967,7 1.743,2 -56,1
Kolmunni 0,0 19,9 0,0 19,9 0,0
Annar uppsjávarafli 42,2 327,7 42,2 327,7 675,8
Skel- og krabbadýraafli 7,3 0,1 11,9 0,1 -99,6
Rækja 7,3 0,1 10,7 0,1 -99,5
Annar skel- og krabbad.afli 0,0 0,0 1,2 0,0 -100,0
Annar afli 0,5 0,3 1,2 0,7 -42,3

Verðmæti afla eftir tegund löndunar janúar–febrúar 2006
Milljónir kr. Breytingar frá
Febrúar Janúar–febrúar fyrra ári í %
    2005 2006 2005 2006 Jan.–feb.
Verðmæti alls 7.549,0 7.241,5 12.825,2 10.799,4 -15,8
Til vinnslu innanlands 3.729,3 3.373,8 6.509,6 4.840,1 -25,6
Í gáma til útflutnings 523,9 496,5 1.075,2 812,6 -24,4
Landað erlendis í bræðslu 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0
Sjófryst 2.187,4 2.218,8 3.057,9 2.996,3 -2,0
Á markað til vinnslu innanlands 982,5 1.041,5 1.893,4 1.887,5 -0,3
Á markað, í gáma til útflutnings 80,3 89,6 197,6 205,8 4,1
Sjófryst til endurvinnslu innanl. 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0
Selt úr skipi erlendis 17,8 0,0 52,7 25,6 -51,5
Fiskeldi 2,7 4,5 2,9 4,5 54,4
Aðrar löndunartegundir 25,1 16,8 36,0 27,0 -25,0

Verðmæti afla eftir staðsetningu verkunarstaðar janúar–febrúar 2006
Milljónir kr. Breytingar frá
Febrúar Janúar–febrúar fyrra ári í %
    2005 2006 2005 2006 Jan.–feb.
Verðmæti alls 7.549,0 7.241,5 12.825,2 10.799,4 -15,8
Höfuðborgarsvæði 1.233,4 1.253,3 1.753,2 1.908,8 8,9
Suðurnes 1.444,2 1.342,1 2.396,5 2.084,4 -13,0
Vesturland 366,4 412,9 566,2 659,0 16,4
Vestfirðir 359,8 332,2 635,2 695,6 9,5
Norðurland vestra 454,3 538,7 725,3 751,8 3,6
Norðurland eystra 1.029,4 895,0 2.016,5 1.301,4 -35,5
Austurland 1.131,1 964,1 2.219,3 1.183,9 -46,7
Suðurland 1.001,2 1.032,1 1.403,9 1.412,9 0,6
Útlönd 529,2 471,2 1.109,2 801,7 -27,7

Upplýsingar um afla og aflaverðmæti¹ janúar-febrúar 2006 er að finna í talnaefni á vef Hagstofu Íslands.

¹Þessar upplýsingar byggja á vigtar- og ráðstöfunarskýrslum sem Fiskistofa safnar frá fiskkaupendum. Fyrir árið 2006 er stuðst við bráðabirgðatölur en endanlegar tölur liggja að baki talna fyrir árið 2005. Athuganir benda til þess að endanlegar tölur séu að hámarki 1-2% hærri en bráðabirgðatölur þegar á heildina er litið en fyrir örfáar fisktegundir getur munurinn þó orðið meiri.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.