FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 24. OKTÓBER 2005


Aflaverðmæti síldar eykst um 76% milli ára

Á fyrstu sjö mánuðum ársins 2005 var aflaverðmæti íslenskra skipa af öllum miðum 41,8 milljarðar króna samanborið við 41,7 milljarða á sama tímabili 2004. Aflaverðmæti hefur því aukist um tæpar 100 milljónir, á verðlagi hvors árs fyrir sig (0,2%). Verðmæti botnfiskaflans nam 28,4 milljörðum króna og jókst um rúmar 400 milljónir frá fyrra ári (1,5%). Verðmæti þorsks var 15,2 milljarðar króna og dróst saman um rúma 1,9 milljarða (-11%). Verðmæti ýsuaflans nam 5,2 milljörðum og hefur verðmæti hans aukist um tæpan þriðjung eða 1,2 milljarða króna. Verðmæti karfa var 3,4 milljarðar króna og jókst um tæpan 1,1 milljarð (45%). Verðmæti úthafskarfaaflans var 1,3 milljarðar króna og hefur dregist saman um 600 milljónir króna frá sama tímabili í fyrra (-31%). Verðmæti síldaraflans nam 2,5 milljörðum króna og jókst um tæpan 1,1 milljarð króna (76%). Verðmæti loðnuaflans jókst einnig, var 4,7 milljarðar króna sem er aukning um rúmar 800 milljónir (22%) en verðmæti kolmunnaaflans dróst saman um 600 milljónir, nam 1,4 milljörðum króna (-31%). Þá nam verðmæti skel- og krabbadýraaflans 1 milljarði króna en var 1,8 milljarðar á sama tímabili í fyrra (-44%). Þar af nam samdráttur í verðmæti rækjuaflans rúmum 900 milljónum (-66%).

Verðmæti afla í beinni sölu útgerða til vinnslustöðva var tæpir 18 milljarðar króna og hefur dregist saman um 1,8 milljarða eða 9,2%. Verðmæti afla sem seldur er á fiskmörkuðum til fiskvinnslu innanlands nam 5,8 milljörðum króna og dróst saman um tæpar 300 milljónir (-4,3%). Á tímabilinu var fluttur út ferskur fiskur í gámum fyrir 4,1 milljarð króna sem er aukning um rúmar 600 milljónir (18%). Þá hefur verðmæti sjófrystingar aukist um 1,9 milljarða, nam 13,1 milljarði króna (17%).

Á Suðurnesjum var unnið úr afla að verðmæti 7,3 milljarðar króna sem er sama aflaverðmæti og í fyrra. Á höfuðborgarsvæðinu var unnið úr afla að verðmæti 7,1 milljarður króna og er það aukning um 1,2 milljarða króna (20%). Verðmæti afla sem unnin var á Suðurlandi jókst um rúmar 700 milljónir eða 18%. Mestur var samdráttur hins vegar á Vesturlandi, þar dróst aflaverðmæti saman um tæpa 1,6 milljarða króna eða 48%.

Verðmæti afla janúar–júlí 2005
Milljónir kr.   Breytingar frá
    Júlí Janúar–júlí fyrra ári í %
    2004 2005 2004 2005 Jan.–júlí
             
Verðmæti alls 5.526,3 4.626,2 41.749,3 41.845,8 0,2
             
Botnfiskur 3.301,9 2.854,9 27.960,3 28.369,6 1,5
  Þorskur 1360,7 1.033,6 17.128,5 15.199,3 -11,3
  Ýsa 376,5 459,1 3.921,9 5.158,9 31,5
  Ufsi 147,5 280,6 1.124,9 1.445,1 28,5
  Karfi 234,3 436,0 2.374,8 3.435,5 44,7
  Úthafskarfi 1037,5 486,2 1.941,2 1.333,2 -31,3
  Annar botnfiskur 145,5 159,4 1.469,0 1.797,7 22,4
Flatfiskur 591,9 551,2 4.151,4 3.428,4 -17,4
Uppsjávarafli 1.190,6 1.025,1 7.779,7 9.011,1 15,8
  Síld 444,5 903,3 1.397,0 2.453,6 75,6
  Loðna 233,6 0,0 3.902,9 4.746,8 21,6
  Kolmunni 512,5 121,8 1.973,1 1.370,2 -30,6
  Annar uppsjávarafli 0,0 0,0 506,7 440,6 -13,1
Skel- og krabbadýraafli 441,8 194,2 1.848,0 1.033,9 -44,1
  Rækja 358,2 131,8 1.433,4 486,9 -66,0
  Annar skel- og krabbad.afli 83,6 62,4 414,6 547,1 32,0
Annar afli 0,0 0,8 9,9 2,7 -72,4
Verðmæti afla eftir tegund löndunar janúar–júlí 2005
Milljónir kr.   Breytingar frá
    Júlí Janúar–júlí fyrra ári í %
    2004 2005 2004 2005 Jan.–júlí
             
Verðmæti alls 5.526,3 4.626,2 41.749,3 41.845,8 0,2
             
Til vinnslu innanlands 2.126,8 1.077,0 19.781,4 17.952,0 -9,2
Í gáma til útflutnings 547,7 517,1 3.432,6 4.052,6 18,1
Landað erlendis í bræðslu 0,0 0,0 89,6 33,3 -62,9
Sjófryst 2.083,4 2.385,2 11.178,6 13.128,2 17,4
Á markað til vinnslu innanlands 593,0 545,0 6.046,5 5.787,3 -4,3
Á markað, í gáma til útflutnings 76,5 52,2 569,1 611,4 7,4
Sjófryst til endurvinnslu innanl. 48,4 41,7 207,6 86,1 -58,5
Selt úr skipi erlendis 34,3 0,0 286,8 54,6 -81,0
Fiskeldi 5,9 0,0 23,3 4,7 -79,9
Aðrar löndunartegundir 10,1 7,9 133,7 135,7 1,5
Verðmæti afla eftir staðsetningu verkunarstaðar janúar–júlí 2005
Milljónir kr.   Breytingar frá
    Júlí Janúar–júlí fyrra ári í %
    2004 2005 2004 2005 Jan.–júlí
             
Verðmæti alls 5.526,3 4.626,2 41.749,3 41.845,8 0,2
             
Höfuðborgarsvæði 888,0 932,2 5.888,1 7.062,3 19,9
Suðurnes 581,6 592,2 7.314,8 7.315,2 0,0
Vesturland 394,9 95,1 3.207,3 1.657,3 -48,3
Vestfirðir 383,5 205,8 2.650,1 2.182,0 -17,7
Norðurland vestra 511,5 331,2 3.092,5 2.941,6 -4,9
Norðurland eystra 978,3 1.107,3 6.317,0 6.910,0 9,4
Austurland 670,0 306,5 5.509,6 5.003,3 -9,2
Suðurland 553,0 551,2 4.011,7 4.734,2 18,0
Útlönd 565,4 504,7 3.758,2 4.040,0 7,5

Þessar upplýsingar byggja á vigtar- og ráðstöfunarskýrslum sem Fiskistofa safnar frá fiskkaupendum. Fyrir árið 2005 er stuðst við bráðabirgðatölur en endanlegar tölur liggja að baki talna fyrir árið 2004. Athuganir benda til þess að endanlegar tölur séu að hámarki 1-2% hærri en bráðabirgðatölur þegar á heildina er litið en fyrir örfáar fisktegundir getur munurinn þó orðið meiri.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.