Aflaverðmæti eykst um 13,7%
Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 95,6 milljörðum króna á fyrstu sjö mánuðum ársins 2012 samanborið við 84,1 milljarð á sama tímabili 2011. Aflaverðmæti hefur því aukist um 11,5 milljarða eða 13,7% á milli ára.

Aflaverðmæti botnfisks var 58,9 milljarðar og jókst um 7,7% frá sama tíma í fyrra þegar aflaverðmætið nam 54,6 milljörðum. Verðmæti þorskafla var um 30,1 milljarður og jókst um 14,3% frá fyrra ári. Aflaverðmæti ýsu nam 8 milljörðum og jókst um 18,7% en verðmæti karfaaflans nam 8,6 milljörðum, sem er 14,4% aukning frá fyrstu sjö mánuðum ársins 2011. Verðmæti ufsaaflans jókst um 4,8% milli ára og nam 5,1 milljarði króna í janúar til júlí 2012.

Verðmæti uppsjávarafla nam um 25,4 milljörðum króna í janúar til júlí 2012, sem er 28,8% aukning frá fyrra ári. Sú aukning skýrist að mestu af loðnuafla að verðmæti rúmum 13 milljörðum króna samanborið við 8,7 milljarða fyrstu sjö mánuði ársins 2011. Einnig var 1,6 milljarða króna aukning í kolmunnaafla, sem nam um 2,5 milljörðum króna árið 2012. Verðmæti makrílafla jókst um 1,8% á milli ára og nam tæpum 7 milljörðum króna í janúar til júlí 2012. Nær enginn annar uppsjávarafli var veiddur fyrstu sjö mánuði ársins 2012, samanborið við gulldepluafla að verðmæti 261 milljón króna á sama tímabili árið 2011. Aflaverðmæti flatfisksafla nam um 7,2 milljörðum króna, sem er 12,6% aukning frá janúar til júlí 2011.
 
Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands nam 47,1 milljarði króna og jókst um 22,5% miðað við fyrstu sjö mánuði ársins 2011. Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands jókst um 14,4% milli ára og nam 13,6 milljörðum króna. Aflaverðmæti sjófrystingar nam rúmum 30,6 milljörðum í janúar til júlí og jókst um 4,7% milli ára en verðmæti afla sem fluttur er út óunninn nam rúmum 3,5 milljörðum króna, sem er 7% samdráttur frá árinu 2011.

Verðmæti afla janúar-júlí 2012      
Milljónir króna Júlí Janúar–júlí Breyting frá
    2011 2012 2011 2012 fyrra ári í %
Verðmæti alls 13.561 14.344 84.063 95.577 13,7
Botnfiskur 6.248 6.103 54.638 58.861 7,7
Þorskur 2.239 2.852 26.351 30.120 14,3
Ýsa 511 567 6.709 7.965 18,7
Ufsi 991 980 4.894 5.128 4,8
Karfi 1.122 708 7.486 8.561 14,4
Úthafskarfi 819 409 4.028 1.971 -51,1
Annar botnfiskur 567 587 5.170 5.116 -1,0
Flatfisksafli 644 779 6.435 7.249 12,6
Uppsjávarafli 6.304 6.936 19.738 25.421 28,8
Síld 1.150 917 2.243 1.318 -41,3
Loðna 0 0 8.684 13.117 51,1
Kolmunni 1 0 153 2.525 1.552,9
Annar uppsjávarafli 5.154 6.019 8.658 8.460 -2,3
Skel- og krabbadýraafli 282 494 1.843 2.802 52,0
Rækja 185 358 1.278 2.140 67,5
Annar skel- og krabbad.afli 97 136 565 661 17,0
Annar afli 83 33 1.408 1.244 -11,7

Verðmæti afla eftir tegund löndunar janúar-júlí 2012    
Milljónir króna Júlí Janúar–júlí Breyting frá
    2011 2012 2011 2012 fyrra ári í %
Verðmæti alls 13.561 14.344 84.063 95.577 13,7
Til vinnslu innanlands 4.476 5.705 38.437 47.101 22,5
Í gáma til útflutnings 639 412 3.796 3.531 -7,0
Landað erlendis í bræðslu 0 0 145 125 -14,3
Sjófryst 7.110 6.783 29.246 30.633 4,7
Á markað til vinnslu innanlands 1.298 1.396 11.879 13.593 14,4
Sjófryst til endurvinnslu innanl. 0 16 78 210 170,5
Selt úr skipi erlendis 0 0 0 0
Fiskeldi 0 0 0 0
  Aðrar löndunartegundir 37 33 483 383 -20,7

Verðmæti afla eftir staðsetningu verkunarstaðar janúar-júlí 2012  
Milljónir króna Júlí Janúar–júlí Breyting frá
    2011 2012 2011 2012 fyrra ári í %
Verðmæti alls 13.561 14.344 84.063 95.577 13,7
Höfuðborgarsvæði 2.494 3.780 15.683 21.663 38,1
Suðurnes 1.662 1.678 14.441 15.726 8,9
Vesturland 177 238 4.625 5.422 17,2
Vestfirðir 770 851 4.551 5.517 21,2
Norðurland vestra 954 926 5.837 6.618 13,4
Norðurland eystra 2.500 1.501 12.672 9.414 -25,7
Austurland 2.385 2.570 11.760 15.506 31,9
Suðurland 1.980 2.308 10.554 11.900 12,7
  Útlönd 639 492 3.941 3.812 -3,3

Talnaefni