FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 31. ÁGÚST 2015

Verðmæti afla upp úr sjó nam nærri 13,4 milljörðum króna í maí, það er 5,4% meira en í maí 2014. Verðmæti þorsks var mest eða tæpir 4,8 milljarðar króna sem er 2% aukning miðað við maí í fyrra.  Verðmæti ufsa jókst um 40% miðað við sama mánuð í fyrra en í heild var aflaverðmæti botnfisks svipað á milli ára. Flatfiskaflinn jókst um 49% að verðmæti og munar þar mest um grálúðu og skarkola. Af uppsjávartegundum veiddist nær eingöngu kolmunni í maí en aflaverðmæti hans jókst um 16,6% samanborið við maí 2014. Verðmæti skel- og krabbadýraafla dróst saman um 20% miðað við maí 2014.

Á tólf mánaða tímabili frá júní 2014 til maí 2015 jókst aflaverðmæti um 7,5% miðað við sama tímabil ári áður. Verðmæti uppsjávarafla jókst um 22,8% milli tímabilanna, og munar þar mest um loðnu og kolmunna. Einnig jókst verðmæti þorsks um 11,9%

Verðmæti afla júní 2014 - maí 2015
Milljónir króna Maí Júní - maí
  2014 2015 % 2013-2014 2014-2015 %
             
Verðmæti alls 12.699,3 13.385,6 5,4 139.110,3 149.524,8 7,5
             
Botnfiskur 8.760,5 8.688,3 -0,8 92.265,5 96.343,8 4,4
Þorskur 4.668,3 4.763,1 2,0 50.220,3 56.197,4 11,9
Ýsa 872,9 715,8 -18,0 11.667,2 10.217,7 -12,4
Ufsi 783,8 1.098,4 40,1 8.996,5 9.233,3 2,6
Karfi 1.133,1 1.092,4 -3,6 13.387,6 13.347,2 -0,3
Úthafskarfi 208,0 217,8 4,7 514,4 593,9 15,4
Annar botnfiskur 1.302,3 1.018,4 -21,8 7.479,5 6.754,4 -9,7
Flatfisksafli 1.106,2 1.653,7 49,5 8.764,0 7.380,3 -15,8
Uppsjávarafli 2.130,3 2.483,2 16,6 34.442,0 42.309,7 22,8
Síld 0,0 0,1 10.965,2 9.332,9 -14,9
Loðna 0,0 0,0 3.915,1 12.721,9 224,9
Kolmunni 2.129,4 2.480,7 16,5 4.165,2 4.935,5 18,5
Makríll 0,9          2     15.395,2 15.265,7 -0,8
Annar uppsjávarafli 0,0          -     1,3 53,7
Skel- og krabbadýraafli 702,2 560,5 -20,2 3.638,7 3.491,0 -4,1
Humar 222,7 132,0 -40,7 901,6 898,4 -0,3
Rækja 474,2 410,0 -13,5 2.684,0 2.431,1 -9,4
Annar skel- og krabbad.afli 5,3081 18,4963 248,5 53,2 161,5 203,7
Annar afli 0,0 0,0 0,0 0,0
Verðmæti afla eftir tegund löndunar júní 2014 - maí 2015
Milljónir króna Maí Júní - maí
  2014 2015 % 2013-2014 2014-2015 %
             
Verðmæti alls 12.699,3 13.385,6 5,4 139.110,3 149.524,8 7,5
             
Til vinnslu innanlands 6.969,2 7.163,5 2,8 63.844,3 79.065,7 23,8
Á markað til vinnslu innanlands 1.943,7 1.711,8 -11,9 20.261,1 19.489,4 -3,8
Sjófryst til endurvinnslu innanlands 34,5 0,0 168,5 164,7 -2,2
Í gáma til útflutnings 318,1 352,1 10,7 4.518,1 4.311,5 -4,6
Sjófryst 3.331,1 3.920,3 17,7 49.657,2 45.828,8 -7,7
Aðrar löndunartegundir 102,7 238,0 131,7 661,2 664,6 0,5
Verðmæti afla eftir staðsetningu verkunarstaðar júní 2014 - maí 2015
Milljónir króna Maí Júní - maí
  2014 2015 % 2013-2014 2014-2015 %
             
Verðmæti alls 12.699,3 13.385,6 5,4 139.110,3 149.524,8 7,5
             
Höfuðborgarsvæði 2.936,8 3.646,2 24,2 34.025,7 36.018,5 5,9
Vesturland 768,4 530,2 -31,0 6.258,6 6.645,0 6,2
Vestfirðir 942,6 805,3 -14,6 8.522,1 8.131,3 -4,6
Norðurland vestra 1.074,8 1.243,3 15,7 10.604,2 10.227,0 -3,6
Norðurland eystra 1.321,6 923,7 -30,1 16.954,6 19.435,8 14,6
Austurland 2.252,2 2.533,0 12,5 18.525,6 24.484,5 32,2
Suðurland 1.132,3 1.080,6 -4,6 15.148,7 15.988,0 5,5
Suðurnes 1.909,1 2.091,9 9,6 24.067,9 23.664,2 -1,7
Útlönd 361,6 531,5 47,0 5.003,1 4.930,6 -1,4

Talnaefni

 

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.