Aflaverðmæti 37,4 milljarðar króna
Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 37,4 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins 2011 samanborið við 36,4 milljarða á sama tímabili 2010. Aflaverðmæti hefur því aukist um 1 milljarð eða 2,8% á milli ára.

Aflaverðmæti botnfisks var í lok mars orðið 23,3 milljarðar og dróst saman um 15,4% frá sama tíma í fyrra þegar aflaverðmætið nam tæpum 27,6 milljörðum króna. Verðmæti þorskafla var um 13,8 milljarðar og dróst saman um 9,6% frá fyrra ári. Aflaverðmæti ýsu nam tæpum 3,4 milljörðum og dróst saman um 28,7%, en verðmæti karfaaflans nam 2,8 milljörðum, sem er 27,6% samdráttur frá fyrstu þremur mánuðum ársins 2010. Verðmæti ufsaaflans dróst saman um 14,9% milli ára í 1,2 milljarða.

Verðmæti flatfiskafla nam rúmum 2,8 milljörðum króna í janúar til mars 2011, sem er 31% aukning frá fyrra ári. Aflaverðmæti uppsjávarafla jókst um 68,3% milli ára og nam tæpum 10,8 milljörðum. Má rekja þá verðmætaaukningu til aukins loðnuafla. Verðmæti hans nam 8,7 milljörðum króna og jókst um 248% milli ára.
 
Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands nam 21,5 milljörðum króna og jókst um 27,1% frá árinu 2010. Aflaverðmæti sjófrystingar var tæpir 8,8 milljarðar sem er 16% samdráttur milli ára. Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands dróst saman um 11% milli ára og var um 5,4 milljarðar.

Verðmæti afla janúar-mars 2011      
Milljónir króna Mars Janúar–mars Breyting frá
    2010 2011 2010 2011 fyrra ári í %
Verðmæti alls 15.249,7 13.965,6 36.390,8 37.396,1 2,8
Botnfiskur 11.266,6 10.085,1 27.562,8 23.330,7 -15,4
Þorskur 5.779,4 6.043,6 15.265,8 13.794,3 -9,6
Ýsa 1.894,1 1.526,3 4.757,5 3.389,9 -28,7
Ufsi 623,9 568,2 1.466,0 1.247,5 -14,9
Karfi 2.062,6 1.104,0 3.873,2 2.804,8 -27,6
Úthafskarfi 0,0 0,0 0,0 0,0 -
Annar botnfiskur 906,6 843,0 2.200,2 2.094,3 -4,8
Flatfisksafli 915,7 1.269,9 2.173,6 2.847,9 31,0
Uppsjávarafli 2.938,3 2.340,5 6.404,4 10.777,9 68,3
Síld 6,8 0,0 326,1 304,4 -6,6
Loðna 898,5 1.398,6 2.494,4 8.683,6 248,1
Kolmunni 397,6 75,9 685,9 76,8 -88,8
Annar uppsjávarafli 1.635,4 866,1 2.898,0 1.713,1 -40,9
Skel- og krabbadýraafli 116,5 184,8 219,9 345,4 57,0
Rækja 114,1 182,9 214,0 339,4 58,6
Annar skel- og krabbad.afli 2,4 1,9 5,9 6,0 0,6
Annar afli 12,5 85,2 30,1 94,3 213,2

Verðmæti afla eftir tegund löndunar janúar-mars 2011    
Milljónir króna Mars Janúar–mars Breyting frá
    2010 2011 2010 2011 fyrra ári í %
Verðmæti alls 15.249,7 13.965,6 36.390,8 37.396,1 2,8
Til vinnslu innanlands 6.920,7 7.063,4 16.933,1 21.526,2 27,1
Í gáma til útflutnings 995,8 646,6 2.622,3 1.418,9 -45,9
Landað erlendis í bræðslu 0,0 0,0 0,0 145,5
Sjófryst 4.843,5 4.016,7 10.440,3 8.774,6 -16,0
Á markað til vinnslu innanlands 2.253,8 2.154,4 6.019,8 5.358,7 -11,0
Sjófryst til endurvinnslu innanl. 28,7 0,0 51,2 0,0 -100,0
Selt úr skipi erlendis 0,0 0,0 0,0 0,0
Fiskeldi 17,9 0,0 26,2 0,0
  Aðrar löndunartegundir 189,2 84,4 298,0 172,3 -42,2

Verðmæti afla eftir staðsetningu verkunarstaðar janúar-mars 2011  
Milljónir króna Mars Janúar–mars Breyting frá
    2010 2011 2010 2011 fyrra ári í %
Verðmæti alls 15.249,7 13.965,6 36.390,8 37.396,1 2,8
Höfuðborgarsvæði 2.725,1 2.681,7 6.626,6 5.816,1 -12,2
Suðurnes 2.561,5 2.630,3 6.660,2 6.849,5 2,8
Vesturland 1.063,0 1.010,7 2.573,7 2.780,5 8,0
Vestfirðir 660,3 641,7 1.846,4 1.745,9 -5,4
Norðurland vestra 1.011,4 891,1 2.405,5 1.903,9 -20,9
Norðurland eystra 2.231,5 1.879,2 4.886,9 4.845,1 -0,9
Austurland 1.935,2 1.574,8 4.535,4 6.648,7 46,6
Suðurland 2.065,9 2.009,4 4.234,1 5.242,1 23,8
  Útlönd 995,8 646,6 2.622,1 1.564,3 -40,3

Talnaefni