FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 23. FEBRÚAR 2006


Aflaverðmæti var tæpir 63 milljarðar

Á tímabilinu janúar til nóvember 2005 var aflaverðmæti íslenskra skipa af öllum miðum 62,9 milljarðar króna sem er svipað og á sama tíma 2004. Verðmæti botnfiskaflans var 43,4 milljarðar sem er tæpum 400 milljónum minna en 2004. Aflaverðmæti þorsks dróst saman um 12% en verðmæti hans nam 22,7 milljörðum. Verðmæti úthafskarfaaflans dróst einnig saman, nam tæplega 1,7 milljörðum sem er 37% samdráttur milli ára. Á móti jókst verðmæti ýsuaflans um 19%, náði 8,2 milljörðum króna og verðmæti karfaaflans jókst um helming, var 5,1 milljarður. Verðmæti síldaraflans var minna í nóvember 2005 en í sama mánuði 2004 en engu að síður nemur verðmætisaukningin á tímabilinu janúar til nóvember 2005, 2,9 milljörðum (73%) og stóð aflaverðmætið í 6,8 milljörðum í nóvemberlok. Hins vegar hélt verðmæti kolmunnaaflans áfram að dragast saman, nam 1,4 milljörðum sem er 47% samdráttur frá 2004. Verðmæti rækjuaflans var tæpar 800 milljónir og hefur minnkað um 1,2 milljarða milli ára.

Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu var 24,1 milljarður og dróst saman um 12%. Verðmæti þess afla sem fluttur er út óunninn jókst hins vegar um 8,1%, nam 6,3 milljörðum og verðmæti afla sem keyptur er á markaði og fluttur út jókst um 13%, var 1,2 milljarðar króna. Aflaverðmæti sjófrystingar nam 22,3 milljörðum sem er aukning um 16% milli ára.

Unnið var úr mesta aflaverðmætinu á höfuðborgarsvæðinu eða 11,3 milljörðum sem er 15% aukning frá 2004. Þar af nam verðmæti botnfiskaflans sem unninn var á höfuðborgarsvæðinu 9,7 milljörðum. Aflaverðmætið sem tekið var til vinnslu á Suðurnesjum nam 10,8 milljörðum sem er svipað og í fyrra. Á Suðurlandi jókst verðmæti þess afla sem unnið var úr um 19%, nam 6,9 milljörðum og vó þyngst 39% aukning í verðmæti uppsjávarafla sem þar var unninn. Samdráttur var hins vegar mestur í aflaverðmæti sem tekið var til vinnslu á Vesturlandi eða sem nam 38%, en þar hefur verðmæti til vinnslu dregist saman í öllum aflaflokkum nema skel- og krabbadýrum.

Verðmæti afla janúar–nóvember 2005
Milljónir kr.   Breytingar frá
    Nóvember Janúar–nóvember fyrra ári í %
    2004 2005 2004 2005 Jan.–nóv.
             
Verðmæti alls 6.561,7 5.573,1 63.059,0 62.930,1 -0,2
             
Botnfiskur 4.746,2 4.346,1 43.817,3 43.424,3 -0,9
  Þorskur 2.829,0 2.362,6 25.915,0 22.690,4 -12,4
  Ýsa 943,0 832,2 6.915,4 8.240,8 19,2
  Ufsi 338,2 431,5 2.524,2 2.716,1 7,6
  Karfi 341,8 402,6 3.406,8 5.129,3 50,6
  Úthafskarfi 0,0 0,0 2.637,4 1.666,0 -36,8
  Annar botnfiskur 294,2 317,2 2.418,6 2.981,7 23,3
Flatfiskur 360,8 280,0 5.747,4 4.694,2 -18,3
Uppsjávarafli 1.381,1 877,2 11.067,6 13.423,4 21,3
  Síld 1.134,6 862,8 3.914,6 6.779,4 73,2
  Loðna 15,0 0,0 3.917,9 4.751,6 21,3
  Kolmunni 231,5 14,4 2.728,3 1.433,9 -47,4
  Annar uppsjávarafli 0,0 0,0 506,7 458,6 -9,5
Skel- og krabbadýraafli 73,6 68,9 2.416,8 1.379,7 -42,9
  Rækja 64,8 62,9 1.946,0 757,2 -61,1
  Annar skel- og krabbad.afli 8,8 5,9 470,8 622,5 32,2
Annar afli 0,0 0,9 9,9 8,5 -14,4

 

Verðmæti afla eftir tegund löndunar janúar–nóvember 2005
Milljónir kr.   Breytingar frá
    Nóvember Janúar–nóvember fyrra ári í %
    2004 2005 2004 2005 Jan.–nóv.
             
Verðmæti alls 6.561,7 5.573,1 63.059,0 62.930,1 -0,2
             
Til vinnslu innanlands 2.230,8 1.755,9 27.303,0 24.129,8 -11,6
Í gáma til útflutnings 629,8 538,9 5.803,7 6.271,1 8,1
Landað erlendis í bræðslu 0,0 5,1 98,8 67,3 -31,9
Sjófryst 2.701,4 2.194,3 19.254,1 22.307,6 15,9
Á markað til vinnslu innanlands 807,0 829,3 8.672,5 8.512,1 -1,8
Á markað, í gáma til útflutnings 122,5 174,7 1.020,5 1.155,7 13,2
Sjófryst til endurvinnslu innanl. 32,6 62,9 358,8 229,9 -35,9
Selt úr skipi erlendis 26,3 0,0 344,5 69,7 -79,8
Fiskeldi 0,1 0,0 31,8 9,5 -70,1
Aðrar löndunartegundir 11,2 12,0 171,3 177,4 3,5

 

Verðmæti afla eftir verkunarsvæðum janúar–nóvember 2005
Milljónir kr.   Breytingar frá
    Nóvember Janúar–nóvember fyrra ári í %
    2004 2005 2004 2005 Jan.–nóv.
             
Verðmæti alls 6.561,7 5.573,1 63.059,0 62.930,1 -0,2
             
Höfuðborgarsvæði 1.227,8 1.196,4 9.812,8 11.298,6 15,1
Suðurnes 1.042,6 998,7 10.554,9 10.793,2 2,3
Vesturland 188,7 288,8 4.098,6 2.542,8 -38,0
Vestfirðir 383,0 404,4 3.976,3 3.523,9 -11,4
Norðurland vestra 574,2 465,7 5.082,5 4.591,5 -9,7
Norðurland eystra 1.208,6 777,9 9.980,6 10.870,8 8,9
Austurland 715,6 370,4 7.675,0 6.326,3 -17,6
Suðurland 600,2 553,3 5.777,4 6.861,4 18,8
Útlönd 621,0 517,6 6.100,9 6.121,5 0,3


Upplýsingar um afla og aflaverðmæti¹ janúar-nóvember 2005 er að finna í talnaefni.

¹Þessar upplýsingar byggja á vigtar- og ráðstöfunarskýrslum sem Fiskistofa safnar frá fiskkaupendum. Fyrir árið 2005 er stuðst við bráðabirgðatölur en endanlegar tölur liggja að baki talna fyrir árið 2004. Athuganir benda til þess að endanlegar tölur séu að hámarki 1-2% hærri en bráðabirgðatölur þegar á heildina er litið en fyrir örfáar fisktegundir getur munurinn þó orðið meiri.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.